Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 41

Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 41
Kirkjuritið. Aðalfundur Prestafélags íslands. 255 Skýrsla féhirðis Kirkjuritið Aðalmál síðasta En þá hafði verið kosin Kirkjuþing Séra P. Helgi Hjálmarsson, féhirðir Prestafé- lagsins, skýrði frá fjárhag þess og las upp ársreikning fyrir 1938. Var skuld félagsins um síðustu áramót samkvæmt honum 2110.81 kr. En síðan hafa margir gjört félag- inu góð skil, svo að hagur þess fer batnandi. Reikningnrinn var samþyktur í einu hljóði. Fyrir fundinum lágu tilmæli frá ritstjóra Kirkjuritsins þess efnis, að prófessor Magnúsi Jónssyni yrði falið að annast ritstjórn með honum frá næstu áramótum. Hafði ritstjórinn áður borið þessa ósk sina undir meðstjórnarmenn sína og þeir fallist á það fyrir sill leyti að verða við henni. Fundurinn samþykti að vísa málinu til félags- stjórnarinnar. fundarins var framhald á umræðum aðalfundar um sjálfstæði kirkjunnar. 5 manna nefnd til þess að taka sjálf- stæði kirkjunnar til gagngerðar meðferðar og undirbúa tillögur um það efni í samráði við kirkjuráð og Prestafélagsstjórn. Hafði nefndin nú samið „frumvarp tii laga um kirkjuþing", og var séra Þorsteinn Briem prófastur framsögumaður hennar. Um frumvarp þetta urðu all-miklar umræður, og var samþykt á- lyktun á þá leið, 1) aö núverandi prófastsdæmi lialdist óbreytt sem kjördæmi, er kjósa skal til kirkjuþings, 2) að sýnóda og kirkjuráð haldi því valdi í innri málum kirkjunnar, sem þau nú hafa, 3) að núverandi fyriromulag um kosningu til kirkjuráðs haldist og 4) að biskup verði sjálfkjörinn forseti þingsins og hafi þar atkvæðisrétt. Séra Gísli Skúlason hafði orð fyrir nefnd þeirri, sem kosin var á síðasta aðalfundi til þess að gjöra tillögur um codex ethicus presta. Eagði nefndin það til, að nokkurar breytingar yrðu gjörðar á honum, og voru tillögurnar samþyktar í einu hljóði. Mun codex ethicus verða endurprentaður með þessum breytingum og send- ur öllum, sem eru i Prestafélaginu. Séra Guðmundur Einarsson vakti máls á þvi, að laun presta þyrftu að hækka eftir embætlis- aldri upp í 4000 kr. á ári, og var sú skoðun hans i samræmi við álit Prestafélagástjórnarinnar. Lagði hann til, að kosnir yrðu þrír menn i nefnd til þess að vinna að framgangi þessa. Tillaga hans var samþykt, og hlutu þessir menn kosningu: Séra Guð- mundur Einarsson, séra Garðar Þorsteinsson og séra Sveinbjörn Högnason. Codex ethicus presta Launakjör presta

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.