Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 44

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 44
258 Ásmundur Guðmundsson: Ág.-Sept. vorum miklu fljótari tii að átta okkur á mörgu, sem við sáum og heyrðum í Palestínu fyrir dvölina áður i Egipta- landi, og kunnum blátt áfram betri tök á að fei'ðast þar. En leið Móse gátum við þó ekki farið. Hún var algerlega bönnuð ferðamönnum sökum lífshættu, er stafaði af ó- eirðunum í Palestínu. Skotbríð kynni að dynja á bílum, cr færu þessa leið. Eina leiðin, sem um var að ræða til Gyðingalands, var þvi járnbrautin norður og austur frá Kaíró um El-Kant- ara við Suezskurðinn og svo með sjónum alt til Lýddu í .lúdeu. Þaðan yrðum við svo að taka bil til Jerúsalem, því að járnbrautin þangað frá borgunum Jaffa og Tel- Aviv um Lýddu bafði verið sprengd í loft upp. Við sættum okkur vet við það, þótt við yrðum að víkja nokkuð frá á- ætlun okkar, því að satl að segja böfðum við borið kvíð- boga fyrir ]ivi, að enska stjórnin kynni að banna mönn- um algerlega að ferðast inn i landið og um það, liefði verið þungt að liverfa aftur við svo búið. Kl. hálf sex laugardagsmorguninn 24. júní rann járn- brautarlestin með okkur rétt bjá Raj)ba inn á milli tveggja grinda, sem á var letrað stórum stöfum: Palestine. Þar voru suðurlandamærin. Allir fóru úr lestinni, og nú feng- um við að stíga fæti landið belga. Lestin var full af her- mönnum, sem Englendingar voru að senda inn í landið, og við landamærin lágu hermenn við í tjöldum. Sáum við þegar, að all landið myndi vera í bers böndum. Það væri enn að því Ieyti i líku ástandi og á dögum Krists, munurinn aðeins sá, að þá böfðu Rómverjar töglin og bagldirnar, en nú Englendingar. Þótt vegabréfin okkar að beiman væru í bezta lagi og brezki konsúllinn i Reykjavík Iiefði skrifað þau, þá urðurn við nú að fá sérstakt leyfi til þess að ferðast um Palcstínu. Það gilti aðeins örfáa daga, og við yrðum að fá það endurnýjað í Jerúsalem.Seinna uni morguninn urðum við oft að sýna þetta leyfi, því að ensk- ir hermenn stöðvuðu bílinn okkar bvað eftii1 annað á leið- inni til Jerúsalem og kröfðust skilríkja.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.