Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 58

Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 58
272 Ásmitndur Guðmundsson: Ág.-Sept. heldur en ekki ys og þys í tjöldunum: „Hverir eru þess- ir, með húfuna og llattinn". ,,Jehúdí“, segja sumir. Það likar Ahu Ali ekki. „Ameríkanar“, segir hann, „góðir menn“. Þeir þrætast eitthvað um þetta. En nú kémur vörðurinn til skjalaiina, hár og vasklegur Arabi. Hann kallar til okkar, kann lilið í ensku, en gefur okkur alveg ótvíræða bendingu um það, livað við kunni að taka, ef við höldum lengra. Jafnframt tckur hann sér skamm- bvssu i hönd okluir til varnar, ef til þurfi að taka. Og nú fengum við svipaða beiðni og þeir báru fram Gergesa- búar fvrir 19 öldum, við vorum beðnir að fara sem skjótast úr héruðum þeirra. Báðum við þá Abu Ali að leggja norður með landinu, og það gerði hann, þangað til við sáum flöt eina við vatnið grasi gróna og grænleita, en brekkur fyrir ofan, sem mynduðu dálítinn hvamm. Virtist okkur staðurinn ágætur fyrir mannsöfnuð og lending góð. Þar þótti okkur líklegasl, að .íesús hefði mettað Galileufólkið forðum. Við snerum svo heim á leið og vorum komnir áður en vestanvindur- inn tók að blása. Næsta dag,19.júli,kvöddum við föðurTápper og Tabgha, og fanst nú lokið aðalerindi okkar lil landsins helga. Við fórum til Karmel og vorum þar á fjallinu í gistihúsi daginn eftir. Síð-an norður eftir um sömu slóðir og Jesús, þegar hann ferðaðist með lærisveinum sínum til landa- mæra Týrusar og Sídonar og læknaði dóttur kanversku konunnar. Þótti okkur mikið til koma að sjá hinar forn- frægu systurborgir við hafið, og ókum við um Sídon. Seinni hluta þessa dags, 21. júlí, komum við til Beirut, höfuðborgar Sýrlands. Þaðan næsta dag um Líbanon og Antí-Líhanon lil Damaskus, og frá Damaskus gátum við loks komist frjálsir fcrða okkav til Sesarcu Filippí og skoðað eins og okkur lysti glæsta tign og fegurð Hermon- fjalls.25. júlí sigldum við frá Beirut, og vorum nú svo lán- samir, að skipið hélt fyrst lil Tel-Aviv og svo aftur tíl Haifa við Karmel. Gátum við þannig séð all það, sem við

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.