Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 64

Kirkjuritið - 01.08.1939, Page 64
Ág.-Sept. Hraungerðismótið 17.—19. júní 1939. Hraungerði í FJóa er, sem kunnugt er, prestssetur; fagur stað- ui vegna útsýnis og myndarlegra mannaverka; bó eru bœjar- Inis í raun og veru nijög úr sér gerigin. Presturinn, séra Sig- urður Pálsson, er maður á fertugsaldri, heilsulítill, en fullur af trú og hugsjón. Gestum mótsins var flestum komið fyrir í tjaldborg, er sett var upp í hring á svo sem hektarstórt svæði af túninu. í henni var stóreflis samkomutjald og annað stórt tjald, þar sem selt var kaffibrauð, gosdrykkir og þess háttar. Svo margir, sem nokk- ur tiltök voru á, voru látnir sofa inni í bæ. Allur var staðurinn fárium prýddur. Mótið var sett laugardaginn 17. júní með guðsþjónustu í kirkj- unni, sem tekur um 200 manns í sæti. Komið hafði verið fyrir gjallarhornsútbúnaði til samkomutjaldsins og þeirra, sem voru fyrir dyrum úti í kirkjugarðinum. — Alla dagana var yndis- iegl veður: Lofthlýtt, sólskin og hægviðri, og brá ])ó að vísu dálítið út af því á sunnudaginn — og þó ekki meira en svo, að bæði naut skjóls og sólar á útisamkomu í stóreflis kringlóttri laut. Messur voru fluttar í kirkjunni alla dagana. Séra Friðrik Frið- riksson prédikaði við setningu mótsins. Má vafalaust líta á hann og starf hans i K. F. U. M. og K. F. U. K. sem nokluirskonar fruni- skilyrði þess, að liægt var að koma slíkri samkomu á — cða a. m. k. þessum Hraungerðissamkomum, því að bæði eru forstöðu- mennirnir lærisveinar hans og aðstoðarmenn í hinu kristilega æskulýðsstarfi í Reykjavík og margt af fundarfólkinu úr K. F. U. M. og K. F. U. K. Eftir messu var snæddur kvöldverður. Við prestarnir, 12 að tiilu, og nokkurir aðrir borðuðu í íbúð prestsins; hinir í sam- komutjaldinu. Þannig var máltiðum hagað þessa daga. IJm kvöldið flutti séra Sigurjón Árnason erindi: „Vituni vér nokkuð um Guð.“ Mikið var sungið í sambandi við erindið og kvöldandagtina — já — hvílíkur söngur! Fólkið söng sama sálminn aftur og aftur — jafnvel 5—10 sinnum. Því

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.