Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 69

Kirkjuritið - 01.08.1939, Side 69
Kirkjuritið. Ó, kom þú himinblærinn blíði. Lag: The Gospel in Song, nr. 176. Ó, kom þú himinblærinn blíði, þú bæna minna heita þrá, og anda yfir lönd og lýði með lífið sanna Guði frá. Ó, kom með frið til þreyttra þjóða, og þjáninganna daga stytt. Og kom með andann Krists hinn góða. Ó, kom með himnaríkið þitt. Þín bíða lönd og álfur allar, þú andinn helgi Guði frá. Á þína hjálp og huggun kallar öll heimsins von og dýpsta þrá. Ó, kom með unað elsku þinnar, og ástargjafir frelsarans, og eyddu sjúkleik sálar minnar í sólarlogum kærleikans. Eg villi.st oft af vegum þínum. Þú vakir drottinn yfir mér, og hjálpar veikum vilja mínum, og vefur mig að hjarta þér. Þú ríkir jafnt í himni háum og hjarta manns, er leitar þín. Þú blessar lýð í býlum lágum, á blómið smáa dýrð þín skín. Pétur Sigurðsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.