Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 19
Kirkjuritið. Carl 01 of Rosenius. 13 Gegnum þessi blöð kom Rosenius skoðunum sínum á framfæri víðsvegar um landið, og hafa þau ef til vill átt stærstan þáttinn i hinni skjótu útbreiðslu vakning- arinnar. Rosenius gerir sjálfur svo grein fyrir starfi sínii í bréfi, er liann skrifar Robert Raird i New York 1819: „Starf mitt skiftist þannig: 1 fyrsta lagi, ritstjórn á hinum tveimur timaritum „Missionstidningen“ og „Pietisten“. í öðru lagi daglegar viðræður við ábyggju- fulla og sorgbitna menn, eða sálgæzla. í þriðja lag'i prédikun á samkomum vornm. 1 fjórða lagi bréfaskifti við vini vora úti á landi“. í sama bréfi talar Rosenius um, að aðsóknin að guðsþjónustunum vaxi stöðugt, og að menn af öllum stéttum gangi á liönd vakningunni, en mest sé þó af þeim, sem heimurinn fyrirlíti og telji heimskingja. I þessu sama bréfi segir hann: „Það er ekki aðeins í liöfuðstaðnum, heldur í öllu landinu, sem liin andleg'a vakning, fj^rir Guðs náð, breiðist út“. Rosenius liafði brátt þörf fyrir aðstoðarmenn, þvi starfið óx svo, að einum varð það ofviða. Á fyrri starfs- árum lians var stórkaupmaðurinn G. Th. Keyser hans hægri hönd. Keyser var einlægur trúmaður, og öflugur fylgismaður vakningarinnar. Rosenius átti hauk i horni þar sem Keyser var, því að hann var mikils metinn, og vafa- laust má þakka það hans áhrifum, að Rosenius fékk að halda áfram starfi sinu, þó að ólöglegt væri. Keyser dó 1853, og var það mikill missir fyrir Rosenius. „Hann var liinn mikli kraftur i öllum vorum trúar- lega íelagsskap, og auk þess sá hann sjálfur um alt, og hinir sögðu aðeins já við því, sem hann stakk upp á“, segir Rosenius um liann látinn. Þá er einnig óhjákvæmi- legt að geta um annan samstarfsmann Roseniusar, en það er Oskar Ahnfelt. Hann var prestssonur úr Suður- Svíþjóð, og hafði hann numið hljóðfæraslátt og söng- list. Var svo til ætlast að hann yrði organleikari við kirkju, en úr því varð þó eigi, því að hann bélt til Stokk- hólms til að leggja meiri stund á list sína. Þar kyntist

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.