Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 40

Kirkjuritið - 01.01.1940, Qupperneq 40
34 Benjamín Kristjánsson: Januar. III. „Snotur manns hjarta verður sjaldan glatt,“ segir i forn- um óði þjóðar vorrar. Eigi veit ég, hvort þau orð sönnuð- ust á Ragnari E. Kvaran, en ég hafði grun um það, að hann hyggi yfir leyndum harmi. Hann var að eðlisfari mjög dulur i skapi og öldungis elvki fljótgert að kynnasl lionum. En það ræður að líkum, að ofurhugur lians og kapp í leitinni að sannleikanum um tilveruna, Guð og hið mannlega lif, kom honum oft í mikinn vanda. Efinn er sú freistingin, sem oftast liggur í launsátri fyrir þeim sálum, sem víða liafa skygnst og of f jöld farið. Þeir, sem tekið geta mörg sjónarmið á sama máli, eiga oft erfitt með að liamast í málflutningnum frá einni hlið. Þessvegna kjósa ýmsir það, að vera þröngsýnir og finna i því styrk og hæli. En menn með skaplvndi séra Ragnars E. Kvaran óttast þann styrk, því að hann er í augum þeirra eitt og hið sama og styrkur heimskunnar, og af þeim krafti liefir mannkynið æfinlega átt helzt til mikið. Þegar við töluðum saman um andlega hluti, minti Ragn- ar mig oft á þennan forna orðskvið, sem einlivers staðar stendur skrifaður í Heilagri ritningu: „Hann, sem situr á himni, lilær; drottinn gerir gys að þeim“. Hann dáðisl mjög að því, livernig Iiið æfagamla sálmaskáld hugsaði sér hinn alskygna áhorfanda standa andspænis allri of- stækisfullri baráttu mannanna. Þegar heiðingjarnir geisa og höfðingjamir bera saman fánýt ráð, eru það i hugmynd skáldsins aðeins barnaleikir, sem drottinn gerir g>Ts að. Söm verður iðulega tilfinning liins víðskygna manns gagnvart svo mörgum hitamálum og dægurþrasi. En jafn- framt fær hann vaxandi óbeit á öllum áróðri og ofsa- legum kredduaustri. Það fór ekki hjá því, að Ragnar yrði snortinn af hum- anismanum, sem ríkjandi var í vinstra væng Únitarakirkj- unnar þau árin, sem hann dvaldi vestra, og munu þau áhrif hafa dregið hann frá kirkjulegu starfi, og í líka átt

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.