Kirkjuritið - 01.01.1940, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.01.1940, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Carl Olof Rosenius. 9 Roseniusar verður nú að taka með varfærni, því að mentun var mikil í Uppsölum á þessum líma, en vel má vera, að nokkurt los hafi verið á trúarefnum, vegna þess að guðfræðin var nokkuð að breytast. Menn voru farnir að líta á Ritninguna vísindalegum augum. Eftir dvöl sína i Uppsölum tók Rosenius að sér heimiliskenslu á herra- garðinum Lenna, sem liggur sunnan við Stokkholm. Uessa ákvörðun tók hann bæði vegna þess að heilsa hans var tæp, og svo voru fjárhagsörðugleikar, sem þrengdu kosti hans. Á Lenna kemst Rosenius aftur í •sálarstríð. Þótti honum lieimilislífið þar allveraldlegl, og fanst hann ekki geta þrifist þar. Leitaði hann ráða hjá presti einum, en það kom að engu gagni. Efi hans óx. Hefir hann sjálfur lýst þessari baráttu í 7. árgangin- um af blaðinu „Pietisten“, sem liann var ritstjóri fyrir. Nefnir hann greinina: „Hinn hræðilegi efi um alt heil- agt“. Lýsir hann þar, hvernig trú sín hafi verið á förum, og að hann hafi jafnvel efast um, að nokkur Guð væri til. „En þegar neyðin er stærst, er hjálpin næst“. Mitt í þessari sálarbaráttu heyrir hann getið um metodista- prestinn George Scott í Stokkhólmi. Leitar hann á fund hans haustið 1839. Scott tók honum vel og ráðlagði hon- um að skrifa upp á blað alt, sem mælti með þvi að Guð væri til, og einnig alt, sem mælti á móti því, og eftir því skyldi liann svo dæma. Einnig sýndi hann honum fram á, að Ritningin hlvti að vera Guðs orð, því að vondir menn hefðu aldrei getað skrifað svo fagrar kenningar, þess- vegna hlytu góðir menn að hafa skrifað hana, en þeir hefðu aldrei getað fengið af sér að skrökva þessu öllu upp, og hlytu þeir því að hafa þetta frá Guði. Ráðlegg- ingar og röksemdaleiðsla Scotts eru auðvitað nokkuð hæp- in, ef þau eru gagnrýnd, en þetta varð til þess að hjálpa Roseniusi, og það var aðalatriðið. Fundur hins unga prestssonar frá Norrlaiul og meto- distaprestsins í Stokkhólmi er einn af stórviðhurðunum í sænskri kirkjusögu. Þá renna saman tveir andlegir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.