Kirkjuritið - 01.01.1940, Síða 10

Kirkjuritið - 01.01.1940, Síða 10
Líknargjafinn þjáðra þjóða. Sálmur tileinkaður íslenzkum sjómönnum. Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrðir vind og sjó! Ættjörð vor í yztu höfum undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittu styrk o.g hugar-ró. Þegar boðinn heljar hækkar, herra. lægðu vind og sjó. Föðurland vort hálft er hafið helgað þúsund feðra dáð. Þangað lífsbjörg þjóðin sótti. Þar mun verða stríðið háð. Yfir logn og banabylgju bjarmi skín af drottins náð. Föðurland vort hálft er hafið hetjulífi og dauða skráð. Þegar brotnar bylgjan þunga, brimið heyrist yfir fjöll. Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll. Vertu Ijós og leiðarstjarna, lægðu storm og boðaföll, líknargjafinn þjáðra þjóða, þegar lokast sundin öll.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.