Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 20

Kirkjuritið - 01.01.1940, Side 20
14 .1. J.: Carl Olof Rosenius. Janúar. hann Roseniusi, og varð það til þess, að liann gekk i þjónustu vakningarhreyfingarinnar. I fyrstu liafði hann engan fjárliagslegan styrk til þessa, en árið 1850 útveg- aði Rosenius honum frá Ameríku 100 dollara á ári. Ahnfelt ferðaðist stöðugt um og prédikaði, spilaði og söng fyrir fólkið. Vakti hann alstaðar mikla athygli þar, sem hann kom, og'er það vafasamt, hvort nokkur maður liefir átt eins mikinn þátt í úthreiðslu vakningarinnar, að Roseniusi undanskildum. Ahnfelt varð fyrir margs- konar ofsóknum á þessum ferðum sínum, og stundum var honum hannað að prédika, en hann lilýddi því ekki, og vitnaði þá i orð ritningarinnar, að fremur bæri að hlýða Guði en mönnum. Oft var Almfelt ákærður fyrir yfirvöldunum, og einu sinni var liann sektaður um 100 krónur, en elckert gat kúgað hann til að hætta þessu starfi. Hann lætur sjálfur svo um mælt, að það sé dálítið undarlegt að prédika fyrir stöðugt vaxandi áheyrend- um á milli þess, sem liann standi fyrir dómstólunum. En þetta sýnir, að vakningin var orðin svo voldug um og eftir miðja öldina, að kirkjan, með hina veraldlegu dómstóla að bakhjarli, gat við ekkert ráðið. Margir fleiri farandprédikarar gengu i þjónustu vakningarinnar, enda var þess full þörf, því að vakningin hafði smátt og smátt breiðst út um alla Svíþjóð. Starf þessara farand- prédikara var tvennskonar, þeir seldu eða gáfu Biblíur og allskonar trúarrit og þeir liéldu trúarsamkomur al- staðar þar, sem því varð við komið. Jóhann Jóhannsson.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.