Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 8

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 8
246 Prestastefnan. Júlí. in nýtur góðs af. Þessvegna bera verk þeirra ávexti, löngu eftir að þær eru horfnar af sjónarsviðinu. Þessvegna er íslenzka kirkj- an og þjóðin í þakkarskuld við þær. Vér vottum þeim allir virð- ingu vora. Lausn frá embætti hafa þessir prófastar og prestar fengið: 1) Séra Ófeigur prófastur Vigfússon í Fellsmúla í Rangár- vallaprófastsdæmi, frá fardögum síðastliðnum. Ófeigur prófastur er fæddur 3. júli 1865 í Framnesi á Skeiðum og er þannig fullra 75 ára, þegar hann lætur af störfum. Hann útskrifaðist úr lat- ínuskólanum í Reykjavík 20. júlí 1890 og úr prestaskólanum 25. ágúst 1892. Fékk veitingu fyrir Efri-Holtsþingum 15. júlí 1893 og var vígður 16. s. m. Hinn 24. nóv. 1900 var honum veitt Land- prestakall í sama prófastsdæmi. Hefir liann ávalt síðan þjónað því prestakalli. Prófastur var hann skipaður 6. febrúar árið 1927, kvæntur var hann Ólafiu Ólafsdóttur, systur séra Ólafs heit. Ólafssonar fríkirkjuprests. Séra Ófeigur hefir rækt sín störf með óvenjumikilli árvekni og skyldurækni. Var hann í alla staði hinn merkasti prestur, unn- andi kirkjunni og kristindóminum af lieilum hug. Var hann í orðsins bezta skilningi vökumaður íslenzkrar kirkju og kristni. Gæddur ágætum hæfileikum, vitur maður og góðgjarn og með afbrigðum vinsæll meðal safnaða sinna. Ritfær maður var hann vel og skrifaði allmikið um kirkju- og trúmál, og lýsti alt, sem frá hans hendi kom, trúaralvöru og einlægri þrá eftir að láta gott af sér leiða. Hann er maður hjartahreinn og flekklaus í líf' sínu. Er ánægjulegt, hve hlýtt er um liann meðal safnaða hans, og á hann þakklæti og ást sóknarbarna sinna allra, er hann lætur af embætti Séra Böðvar Bjarnason prófastur á Rafnseyri fékk lausn frá prestsskap í síðustu fardögum. Hann er fæddur á Reykhólum 18. apríl 1872. Útskrifaðist úr latinuskólanum í Reykjavík 3. júní 1897 og úr prestaskólanum 16. júní 1900. Veitingu fyrir Rafnseyri fékk hanrt 27. ágúst 1901 og var vígður 13. april 1902. Fyrri kona hans var Ragnliildur Teitsdóttir frá ísafirði og sið- ari kona hans Margrét Jónsdóttir. Rafnseyrarprestakalli þjónaði séra Böðvar alla prestskapartíð sína. Hann var og prófastur í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi síð- ustu 3 árin. Séra Böðvar var mikill áhuga og starfsmaður. Presta- kall lians var ekki stórt og lionum tæplega nógu stór verka- hringur En áhrifa hans gætti víðar. Tók hann mikinn þátt í félagsmálum presta á Vestfjörðum og var þar oft í broddi farar. Hann var einn þeirra, sem frumkvæði áttu að stofnun Prestafé- lags Vesturlands og útgáfu ársrits þess „Lindarinnar“ og ritaði

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.