Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 12
250
Prestastefnan.
Júlí.
Viðvíkurprestakalli í Skagafjarðarprófastsdæmi og séra Halldór
Kolbeins í Mælifellsprestakalii i sama prófastsdæmi.
Þá hefir séra Ragnar Benediktsson verið skipaður sóknarprest-
ur að afstaðinni kosningu í Hrunaprestakalli i Árnesprófasts-
dæmi, frá 1. júní þ. á. —
Hinn 15. þ. m. bættust kirkjunni 4 nýir starfsmenn. Voru þeir
vígðir til prestsþjónustu í dómkirkju landsins þann dag. Eru
]iað þeir séra Magnús Már Lárusson, er vígðist sem settur prest-
ur til Breiðabólstaðarprestakalls á Skógarströnd i Snæfellsness-
prófastsdæmi. Hann er fæddur i Kaupmannahöfn 2. sept. 1917.
Foreldrar hans eru Jónas Lárusson bryti og kona bans Maria
Gullström. Séra Magnús tók stúdentspróf við hinn almenna
mentaskóla Reykjavikur vorið 1937 og embættispróf í guðfræði
við Háskóla íslands 21. maí s. i. Séra Sigurdur Kristjánsson sem
settur prestur í Hálsprestakalli í Fnjóskadal. Hann er fæddui'
8. janúar 1907. Eru foreldrar hans Kristján Jónsson bóndi á
Skerðingsstöðum í Barðastrandarsýslu og kona hans Agnes Jóns-
dóttir. Lauk hann stúdentsprófi í mentaskólanum á Akureyri
vorið 1937 og guðfræðiprófi við guðfræðideild Háskóla íslands
21. maí s.I. Séra Stefán Erlendur Snævarr sem settur prestur í
Valiaprestakalli í Eyjafjarðarprófastsdæmi. Hann er fæddur í
Húsavík í Þingeyjarsýslu 22. marz 1914. Foreldrar hans eru
Valdimar V. Snævarr skólastjóri i Neskaupstað og kona hans
Stefanía Erlendsdóttir. Stúdentsprófi lauk hann við Mentaskól-
ann á Akureyri vorið 1936 og guðfræðiprófi við Háskóla íslands
i maí f. á. og séra Pétur Ingjaldsson, er að afstaðinni kosningu
var 1. júní s.l. skipaður sóknarprestur í Höskuldsstaðaprestakalli
í Húnavatnsprófastsdæmi. Foreldar hans eru Ingjaldur Þórðar-
son og kona hans Guðrún Pétursdóttir. Hann útskrifaðist úr
hinum almenna mentaskóla í Reykjavík vorið 1933 og lauk em-
bættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands í janúar 1938. Stund-
aði hann næstu árin aðallega kenslustörf og gaf sig jafnframt
nokkuð að kristilegu og kirkjulegu starfi, þar til er hann fékk
veitingu fyrir Höskuldsstaðaprestakalli. Allir eru hinir ungu
nývígðu prestar ókvæntir.
Nú, er þeir takast á hendur þjónsstarfið i kirkju Krists, vil ég
í hennar nafni bjóða þá alla hjartanlega velkomna og vona og
bið, að þeir megi eiga fyrir höndum langt og blessunarrikt
starf fyrir þjóð vora. —
Nú í sumar hafa þrir guðfræðistúdentar verið sendir út i
óveitt prestaköll, eins og tiðkast hefir tvö undanfarin sumur.
Eru það stud. theol. Ingólfur Ástmarsson i Glaumbæjarpresta-
kall í Skagafjarðarprófastsdæmi, stud. theol Jón ísfeld 1