Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 18
256 Þrestastefnan. Júli. Prestakallaskipunarnefndin lauk störfum, áður en síðasta Al- þingi liófst, og er frumvarp hennar prentað ásamt greinargerð, og hefir það verið sent öllum prestum landsins. Úr ýmsum söfn- uðum, sem hlut áttu að máli, komu fram nokkurar óánægjuraddir og áskoranir úr 3—4 prestaköllum, sem sameina átti, sendar Alþingi. Það var vandi að vinna þetta verk, sem fyrir nefndinni lá, ef til vill miklu meiri vandi en unt er að gera sér grein fyrir, án þess að taka þátt í verkinu. Við, sem aðalstarfið unn- um í nefndinni, fundum þetta og kom ekki til liugar, að við kæmumst hjá aðfinslum með starf okkar. En við reyndum að standa á verði fyrir kirkjuna og söfnuði landsins, eins og við kunnum bezt. Og greinargerð okkar fer öll í þá átt að glæða skilning Alþingis á því, að um fækltun presta að nokkru veru- legu ráði geti ekki verið að ræða, þjóðin vilji hana eklci og bíöi tjón við, að starfsmönnum kirkjunnar sé fækkað. Áður höfðu tvívegis með nokkurra ára millibili komið fram mjög eindregnar tillögur um fækkun presta á Alþ'ngi, eins og öllum er kunnugt. Þótt prestastéttin og söfnuðir landsins í heild væri slíkum breyt- ingum yfirleitt andvíg, komu þó fram margar raddir, bæði úr hópi presta og á kirltjulegum fundum einnig, að rétt væri að taka til yfirvegunar sameiningu, þar sem aðstæður allar hefðu breyzt frá 1907, að lögin um skipun prestakalla gengu í gildi, t. d. með stórum hættum samgöngum, breytingum á tölu íbúa J prestaköllum o. s. frv. Árið 1907 voru prestaköllin að lögum ákveðin 105. Nefnd sú, er um mál þessi fjallaði á Alþingi 1935, lagði til að prestaköllin yrðu 59 og 61 þjónandi prestur. Nokkurum árum síðar kom frani á Alþingi tillaga um, að prestaköllin yrðu 88, og sýnir þetta glögg- lega, hvernig afstaða þingsins var til þessara mála. Eftir tiUög- um okkar eru prestaköllin 107, en prestarnir 113. Við leggjuni til, að 7 prestaköll verði sameinuð öðrum prestaköllum, en J stað þeirra komi að Reykjavík meðtalinni 8 ný prestaköll. Eins og allir sjá, er hér ekki um neina fækkun að ræða. Frunivarp okkar var ekki lagt fyrir siðasta þing, og varð það að samkoinu- lagi milli mín og kirkjumálaráðherra. En ég geri fastlega J'ú<'* fyrir, að næst, er Alþingi verður kallað saman, verði það tekið til meðferðar. Frumvarpið liggur nú fyrir prestastefnunni, 0S' mun ég þvi ekki fara fleiri orðum um það i þessu yfirliti ininu- Súlmabókarnefndin hefir starfað síðastliðið ár, eftir því setn liún hefir fengið því við komið, bæði nefndarmenn hver i srnu lagi og allir sameiginlega um nokkurt skeið á siðastliðnum vetri- Ég gjöri ráð fyrir, að hún muni ljúka störfum á þvi synódusari, sem nú hefst.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.