Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 30
268 Ól. Ól.: Sumarlandið. Júlí. kom frelsara heimsins, Jesú, til að segja: „Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn, en fyrirgjöra sálu sinni?“ Það er sem liinn „gamli óvin“ fari nú geist og hyggist nú að herja á oss, nema land í sumarlandinu friðhelga og kæra. En það er trú viturra manna — manna, sem eru bygðir upp af vísdómsljósi Guðs — að þetta land, þessi smáa þjóð eigi jafnvel eftir það hlutskipti að færa heiminum sannleiksljós, — að benda mannkyninu á „lífljósið“ af hæðum, svo að það fari fyrir þeim og leiði þá til sumarlands sannleikans, friðarins og kærleikans, þar sem mannssálin á heima. Trú vor á þennan möguleika, á útvalningu hinnai' smáu þjóðar vorrar, getur verið studd og styrkt með um- mælum Krists um eðli guðsríkis og umráðasvið þess, er hann segir: „. . . . Sjá, guðsríki er hið innra i yður“. Vér eigum valið, hvert og eitt; íslenzka þjóðin á valið, hvorl hún vill verða Guðs þjóð og gista verðuglega sumar- landið. Uppfyllum von Guðs um börnin sín, er hann „sá, að ljósið var gott“. Ólafur Ólafsson. Frú Kristín Hermannsdóttir, kona séra Halldórs Jónssonar á Reynivöllum, andaðist 1. þ. 111 • Séra Halldór KoJbeins og frú hans voru ieyst út með veglegum gjöfum, er þau kvöddu StaSarsöfnm' í SúgandafirSi, og þeim þakkaS ágætt starf í prestakallinu um fimtán ára skeiS. Samband íslenzkra berklasjúklinga. KirkjuritiS vill vekja atliygli lesenda sinna á auglýsingu þeirri, er Samband íslenzkra berklasjúklinga birtir hér í heftinu. Vinnur Sambandið hiS nauSsynlegasta verk íheS undirbúningi sínuni undir framtíSarstarf fyrir þá, sem útskrifast iiafa af berklahælum, en þola ekki aS leggja á sig mikiS erfiSi. Ætti öllum að vera ljúft aS leggja því liS eftir megni, ekki sízt þeim, sem unna kristm og kirkju. Mun Kirkjuritið síðar gjöra nánar grein fyrir þessu fagra líknarstarfi, sem miðar til lijóðarheilla og er í kærleiks- anda kristindómsins.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.