Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 5
Kirkjuritið.
Prestastefnaii.
243
ekki sízt stað vegna margvíslegra truflana í viðskiftalífinu. Stríðs-
gróðamennirnir þjóta upp og fjárgræðgi magnast. Peningar eru
taldir í háum upphæðum, en missa um leið hið raunverulega gildi
sitt. Á slíkum tímum er hinum innra manni æfinlega hættara en
ella, og margvíslegar freistingar eru lagðar í veg hans. Það er al-
kunna, að hér á landi og þá einkum í kaupstöðunum er siðferðis-
ástandið lakara en áður var, og i þvi sambandi hafa komið upp
ýms vandamál, sem kirkjan hlýtur að láta til sín taka. Hún á á
öllum tímum að vera liinn dýrmætasti vörður siðgæðis og góðra
siða, og engin leið er fundin, sem öruggari er til þess að skapa
þjóðum siðgæðisþrótt en trúin á Guð og meðvitundin nm, að mað-
nrinn sé eilif vera, sem nppsker eins og hann sáir og beri ábyrgð
á breytni sinni bæði til orða og æðis. Þessvegna er það hið mikil-
vægasta mál, að fólkið í landinu sinni kirkju og kristindómi, að
ibúar landsins venji komur sínar í kirkjurnar og finni sjálfa sig
við ihugun hinna eilífu sanninda, sem blasa við í fagnaðarcrindi
Jesú Krists, opinberun hins eilífa og algóða föður, í honum. Já,
Idutverk kirkjunnar er mikið og vandasamt. Það ber mikla nauð-
syn til, að vér þjónar hennar gleymum sjálfum oss nú í starfinu
fyrir ríki Guðs. Boðun kristindómsins þarf að sitja í fyrirrúmi.
Kristindómurinn er lífæð hins andlega lífs þessarar þjóðar, eins og
allra ])jóða. Kirkjan hefir líka um þessar mundir liér á landi öði-
ast annað stórt verkefni, sem meira kallar að en áður, en það er
að varðveita og vernda þjóðerni og tungu og menningu ísienzku
þjóðarinnar, alt það, sem oss er lielgast og dýrmætast. Og mikil
gifta væri það fyrir kirkju lands vors, að komandi kynslóðir gætu
sagt, að vér hefðum þekt vitjunartima vorn og verið á verði.
Að ófriðnum mikla loknum, og vér vonum og biðjum þess, að
sá dagur megi sem fyrst renna upp, að friði verði liringt yfir
þenna heim, mun nýtt endurreisnarstarf liefjast um víða veröld.
Ég lít svo á, að framtið islenzku kirkjunnar yfirleitt í þessari
veröld sé undir því komin, hvern þátt kirkjan á i þvi starfi að
byggja upp, skapa nýjan heim, sem bjartari er og betri en sá, er
vér nú tifum í. Til þess að oss þjónum íslenzku kirkjunnar geti
tekist að rækja skyidur vorar í því hlutverki, vil ég leggja sér-
staka áherzlu á, að ég tel eitt allra mikilvægasta skilyrðið, að
fullkomin eining riki meðal vor. Þeir, sem á slíkum tímum, sem
nú ganga yfir, ala á deiluefnum og stofna til flokkadrátta innan
stéttarinnar, eru i raun og veru liðhlaupar. Á meðal vor á að
''íkja einn hugur, ein sál um að innræta þjóð vorri heilaga trú
ng kenna henni hlýðni við vilja Guðs og að lifa samkvæmt sið-
gæðiskröfum kristindómsins. Verkefnin, sem nú kalla að, verða