Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 33

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 33
KirkjuritiÖ. Kirkjur konunga á Bessastöðum. 271 t>arf til að gjöra kirkjuna lausa vi'ð leka, sem þó kveður lítið að nema i slagveðrum. Altaristafla með umgjörð sinni er flutt liing- að úr Reykjavíkurdómkirkju“. Hjálmur einn úr kopar, með 8 liljum. — Altarisldæði með rós i miðju og ártalinu 1093 úr ekta vír, „merkisgripur". Annað sömul. mjög vandað og ísaumað ekta vír, og ártali 1855 á öðru horninu. Höklar 2 kostulegir, 2 rikki- lín, 2 dúkar livítir og 2 korporaldúkar ísaumaðir. Kaleikur og Patina úr silfri. Á stétt kaleiksins eru 8 drifnar mannamyndir. „Bakstursöskjur", sem Ól. Steph. og frú gáfu kirkjunni 1774, úr silfri, mikið skrcyttar," *) og lítil silfurkanna ætluð fyrir vín. Klukkur 2, stór og lítil. — Sjóður kirkjunnar er þá orðinn 638,25 kr. 1882. (Fyrsta visitazía Þ. B.). Grími Tli. gert aðvart, en liann niætti ekki. Söfnuðurinn taldi kirkjuna ekki messufæra í mis- iöfnu veðri. Hún leki í regni, þétta þurfi glugga uppi og niðri, °g gera við lúkurnar á stöplinum, svo að ekki blási, rigni og fenni bar inn. Graftól sögð með öllu ónýt. 1899. Skúli Thoroddsen sýslumaður keypti Bessastaði og lét begar taka til aðgerðar bæði á kirkju og ibúðarliúsi.*) Þó flutti hann ekki þangað sjálfur með skyldulið sitt fyr en 1901. í að- gerð húsanna og nýbyggingar lagði hann feikna mikið fé. Mikið burfti að gera við kirkjuna úti og inni, og það mesta að láta í fyrsta sinn járn á þakið. En á því urðu þau slæmu mistök, að járnið var of litið skarað, svo að kirkjan lak nokkuð eftir sem áður. Eftir það kemur fyrsta visitazía Jens prófasts Pálssonar. 1915. Kirkjan fékk gagngerða endurbót um aldamótin. „Eigi að síður eru á þaki hennar orðnir stórir gallar og leki“. Mestur er lekinn við stöpulinn, og vegna lekans er alt gólfið að sunnan- verðu „gjörsamlega ónýtt“ og fúi í gólfbitum. „Einnig lekur á altarið, svo að það klakar á vetrum“. Þá eru og fúablettir i loft- 'nu, kalkið bilað á veggjunum og rúður brotnar. 1917. Bessastaðalireppur er þá orðinn eigandi jarðar og kirkju á Bessastöðum. Hreppsnefndin bauð þá ríkisstjórn og Alþingi að Sanga í kaupin fyrir ríkið. Próf. og biskup og fornminjavörður studdu að þessu eindregið, og voru færð til mörg rök, m. a., hver skörnm það væri fyrir landið að láta útlendinga, sem koma að Bessastöðum, sjá slika umliirðu á einni mestu kirlcju landsins. En einstakir menn, eða fátækur hreppur, væru ekki færir um kostnaðinn, enda væri kirkjan í fyrstu bygð fyrir opinbert fé. *) Hann lét setja báða stóru kvistina á húsið, hækka gafla bess upp í mæni, er áður voru með brotnu þaki. Gerði steinhús fyrir gripi, hlóð upp garða m. m. jörðinni til bóta.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.