Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 6
211
Prestastefnan.
Júlí.
ekki unnin, nema því að eins að oss takist að fylgja kröfu Jesú
Krists, er hann sagði: „Allir eiga þeir að vera eitt“.
Ég vil óska þess, að þessi prestastefna mætti bera gæfu til að
að sameina oss betur en nokkuru sinni áður, og að vér mættum
öðlast meira af hugarfari lærisveinsins — liins sanna lærisveins,
sem öllu vill fórna fyrir hann, sem kom til þess að frelsa menn-
ina og gaf líf sitt fyrir þá.
Ég vil þá, eins og venja er til, gefa yður yfirlit yfir atburði
þá, sem gerst hafa á synodusárinu og minnast nokkurum orðum
á þau mál, sem á döfinni hafa verið og varða starf vort og kirkju
lands vors.
Einn þjónandi prestur hefir látist á árinu. Er það séra Tryggvi
Ii. Iívaran sóknarprestur á Mælifelli. Bar dauða lians að fyr en
oss varði, því að hann var enn maður á bezta aldri. Hann lézt
5. ágúst f. á. 48 ára gamall, fæddur 31. maí 1892 að Undirfelli i
Vatnsdal. Foreldrar hans voru Hjörleifur prófastur Einarsson og
kona hans Björg Einarsdóttir. Hann útskrifaðist úr hinum al-
menna mentaskóla í Reykjavík vorið 1913, en embættispróf í
guðfræði tók liann í febrúar 1918, og í maímánuði sama ár
réðist hann aðstoðarprestur til séra Sigfúsar Jónssonar að Mæli-
felli i Skagafirði og var vígður 2. júní 1918. Árið eftir fékk hann
veitingu fyrir Mælifellsprestakalli að afstaðinni kosningu. Þegar
Glaumbæjarprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi var auglýsl
til umsóknar árið 1937, sóttí séra Tryggvi um prestakallið og
hlaut kosningu. Ekki kom Jjó til þess, að liann settist í Glaumbæ,
en þjónaði þó því prestakalli ásamt Mælifellsprestakalli til dauða-
dags.
Séra Tryggvi var ágætum hæfileikum gæddur, vel máli farinn,
skáldmæltur vel og sérlega sönghneigður maður, enda söng-
maður góður. Vinsæll var hann, enda hjálpfús og liafði næmt
auga fyrir því, sem bágt var eða eittlivað amaði að.
Kvæntur var Tryggvi Önnu Grímsdóttur, Thorarensen frá
Kirkjubæ á Rangárvöllum. Eiga þau tvær dætur og einn fóstur-
son, sem öll eru á lífi. Hann átti sína miklu kosti, en einnig sínar
veiku hliðar, eins og vér allir. Mér er kunnugt um, að innra
fyrir átti hann þrá eftir því að vera sterkur og láta gott af sér
leiða, og veit ég, að sóknarfólk hans og vér vinir hans berum
liarm í liuga við fráfall lians. Virðing vora vottum vér minningu
hans með því að rísa úr sætum.
Úr hópi fyrverandi sóknarpresta eigum vér að sakna sér Pét-
urs Helga Hjálmarssonar frá Grenjaðarstað. Hann lézt i Reykjavik