Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 41

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 41
Kirkjuritið. Ferð um Suður-Þingeyjarprófastsd. 279 skapur störfuðu íueð að undirbúningi undir komu sendimanna. Mér fyrir mitt leyti hefði þótt það ánægjulegt, að sjá meðlimi ungmennafélaga fjölmenna í kirkjurnar hjá okkur. Þetta mál hefir vitanlega ýmsar hliðar, og ég ætla ekki að ræða það hér nánar. Ég iæt þá þessum orðum lokið, með þökk til allra þeirra, sem gjörðu okkur gleði, með áhuga og góðum viðtökum. Einkum þakka ég samstarfsmanni mínum á ferðinni, séra Gunnari, fyrir ágæta viðkynningu og samstarf, og ég tel mér það feng að hafa kynst lionum. Árni Árnason. Hraungerðismótið. Hraungerðismótið var að þessu sinni haldið dagana 21.—23. júni, og fór fram með svipuðu sniði og undanfarið. Hafði mikill undirbúningur farið fram og mikil tjaldborg verið reist að Hraungerði, því að búist var við hundruðum gesta til mótsins, eins og raun bar vitni. Höfðu kristnir áhugamenn lagt fram mikla vinnu i það, að mótið alt gæti orðið sem fegurst og eftirminni- legast þeim, er það sæktu, og var öllum þeim mikla undirbúningi lokið og alt til reiðu, er á mótið var komið síðdegis á laugardag. Auk liinna mörgu íbúðartjalda hafði og verið sett upp mikið samkomutjald, og fóru samkomur fram ýmist í því eða kirkjunni. Söngbók fyrri Hraungerðismóla var notuð, en gefinn hafði verið út viðbætir við hana með mjög fögrum söngvum, og notaður jöfnum höndum. Mótið hófst kl. 6 síðd. á laugardag 21. með guðsþjónustu í Hraungerðiskirkju, og flutti séra Sigurður Pálsson, Hraungerði, hina fögru og viðhafnarmiklu messu, sem jafnan er viðhöfð á Hraungerðismótunum, með aðstoð söngflokks og hljóðfæraflokks úr Reykjavík, en Bjarni Eyjólfsson prédikaði. Því næst var kvöldverðarhlé frá kl. 7%—9. Þá flutti séra Sig- nrður Pálsson erindi i Hraungerðiskirkju, er liann nefndi; Hvað segir Guðs orð um eðli mannsins. Var þegar á laugardag kominn fjöldi fólks til mótsins og kirkjan yfirfull í bæði skifti. Síðar um kvöldið var svo samkoma í hinu mikla tjaldi, með söngvum og frjálsum ræðum og vitnisburðum trúaðra manna, og stóð langt fram yfir miðnætti. Kl. 10 f. h. á sunnudag liafði cand. theol. Gunnar Sigurjónsson hiblíulestur, er hann nefndi: „Vér stefndum hver sína leið“. Kl. 12 hófst hámessa í Hraungerðiskirkju, og þjónaði séra Sig. Pálsson fyrir altari, en séra Gunnar Jóhannesson, Skarði, prédik- a‘Úi. í lok guðsþjónustunnar var altarisganga fyrir þá gesti

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.