Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 42
280
S. E.: Hraungerðismótið.
Júli.
mótsins, cr heim ætluðu um kvöldið, en þeir voru allmargir, er
aðeins dvöldust á mótinu yfir sunnudaginn.
Kl. 5 hélt Ólafur Ólafsson kristniboði samkomu og gerði þessi
orð að umtalsefni: Hjálpræðið tilheyrir Guði vorum og lamb-
inu. En kl. 9 hafði séra Bjarni Jónsson vígslubiskup biblíulestur
og flutti hið snjallasta erindi.
Loks var um kvöldið miðnætursamkoma með svipuðu sniði
og hið fyrra kvöld.
Mánudagurinn hófst með biblíulestrarsamkomu, og talaði cand.
theol Ástráður Sigursteindórsson út af þessum orðum: Vakið og
biðjið, svo að jjér fallið ekki i freistni. Síðar um daginn var
barnasamkoma fyrir börn úr sveitinni, mjög fjölsótt.
Sigurður Einarsson dósent flutti erindi þennan dag, er hann
nefndi: „Hvernig drottinn kemur1' og séra Magnús Guðmundsson
í Ólafsvík erindi, er hann nefndi: „Lofa j)ú drottin, sála mín“.
Kl. 5 e. h. bófst altarisganga fyrir mótgesti, og skiftu altaris-
gestir liundruðum báða dagana.
Mótinu lauk með kveðjustund í kirkjunni kl. 7M; um kveldið,
og hélt síðan liver til síns heima.
Átta prestar sóttu mótið og sennilega á fimta hundrað manns, er
flest var á sunnudag.
Hraungerðismótin eru jiegar orðinn einn merkasti kirkjulegur
viðburður hvers árs, og þetta Hraungerðismót fór þannig fram
og var háð i þeim anda kristilegs samfélags, að það mun verða
þeim blessuð og ógleymanleg minning, er það sóttu.
Sigurður Einarsson.
Biblían og tungumálin.
Nýlega hefir það verið reiknað út, á live margar tungur Biblían
hefir verið þýdd eða einstök rit hennar. Er það sem hér segh':
Öll Bibtían .... á 182 tungumál
Alt Nýja. testam. .. - 223 að auk
heilt rit a. m. k. .. - 547 -
Iíaflar aðeins .... - 87-----
Atts eru þetta 1039 tungumál