Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 14
252
Prestastefnan.
Júlf
nokkurra mánaða skeið á síðastl. vetri — en hann hefir nú hafiS
ferðalög sín að nýju. Vona ég og óska, að þeim gefist aftur full-
ir starfskraftar og eigi enn mikið óunnið fyrir málefni Krists.
Á siðastliðnu sumri hélt Prestafélag fslands aðalfund sinn, eins
og venja er til, og allflestar deildir félagsins. Hefir nú enn ein
hæzt i hópinn, Prestafélag Austurlands, er stofnað var á síðast-
liðnu sumri hinn 13. ágúst. Er formaður þess séra Sveinn VíU-
ingur á Seyðisfirði, en meðstjórnendur prófastarnir séra Stefán
Björnsson og séra Jakob Einarsson. Voru stofnendurnir prest-
arnir í Suður- og Norður-Múlaprófastsdæmum allir og auk þeirra
cand. theol. Þórarinn Þórarinsson skólastjóri á Eiðum.
Helztu rit og bækur kirkjulegs og trúarlegs efnis, sem út liafa
komið auk Kirkjuritsins, sem er höfuðmálgagn íslenzku kirkj-
unnar, eru Jórsalaför — ferðaminningar frá landinu helga eftir
guðfræðiprófessorana séra Ásmund Guðmundsson og séra Magn-
ús Jónsson, sem hiklaust má telja stórmerkan viðburð í bók-
mentasögu kirkju vorrar. Bókin hefir að geyma mjög mikinn
fróðleik um landið helga, sem meginþorri islenzkra lesenda
hefir ekki átt kost á að afla sér áður, og vafalaust á1 bókin ríkan
þátt í því að laða hugi allra þeirra, er hana lesa, enn meira að
ihugun um lif og starf og opinberun Guðs í honum, sem í land-
inu helga gekk um kring og kendi. Eiga prófessorarnir miklar
þakkir skyldar fyrir bókina, sem er ágætlega rituð, i aðdáun og
hrifningu á þvi, sem fyrir augun ber, og lotningu fyrir hinum
heilögu minningum.
Þá er bók dr. theol. Jóns Helgsasonar biskups um Tómas Sse-
mundsson, sem fyrir skemstu er út komin og fengið hefir ein-
róma lofsamlega dóma allra þeirra, sem um hana liafa ritað.
Má óhætt fullyrða, að hún með lýsingu sinni á séra Tómasi Sæ-
mundssyni hefir ómetanlegt gildi menningarlega séð, og að hin
skýra mynd hans blasir nú við í rituðu máli frá penna dóttur-
sonar lians, Jóns Helgasonar biskups. Vil ég þakka honuin fyri''
að hafa gefið þjóð sinni þessa bók.
Dr. Jón Helgason átti 75 ára afmæli hinn 21. júní. Voru þa
saman komnir á lieimili hans og frúar hans, sem einnig varð nýle§a
75 ára gömul, fjöldi vina hans, og bárust honum þann dag hlýjar
kveðjur hvaðanæfa. Hann á enn starfsþrek sitt og situr við skrif-
borðið sitt alla daga, að segja má, sem ungur væri. Sendi ég hon-
um í nafni okkar, sem hér erum mættir og kirkjunnar í heihl
einlægar blessunaróskir.
Af öðrum bókum, sem út komu, vil ég nefna „Kirkju Krists