Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 11
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
249
ég ber fram þakkir kirkjunnar til hans fyrir einlsegni í prests-
starfinu, flyt ég honum blessunaróskir kirkjunnar og stéttar-
bræðra hans allra.
í stað prófasta þeirra, sem látið hafa af prófastsstörfum, hafa
aðrir prestar verið skipaðir eða settir prófastar. Þegar Reykja-
vík varð sérstakt prófastsdæmi með lögum um afhendingu Dóm-
kirkjunnar til safnaðarins og skiftingu Reykjavíkur í presta-
köll, og nýtt prófastsdæmi bættist við, var séra Friðrik Hall-
lirimsson prestur við Dómkirkjuna skipaður dómprófastur í
Reykjavíkurprófastsdæmi. Lét hann þá af prófastsstörfum í
Kjalarnesprófastsdæmi, en þar var skipaður prófastur séra Hálf-
dan Helgason sóknarprestur á Mosfelli.
í Vestur-ísafjarðarprófastsdæmi séra Halldór Kolbeins að
Stað i Súgandafirði, en er liann sótti burtu þaðan, um Mæli-
fellsprestakall í Skagafjarðarprófastsdæmi, var séra Jón Ólafsson
i Holti settur prófastur i hans stað. Hafa prestar prófastsdæmis-
ins nú verið kvaddir til að tilnefna þar prófast.
I Eyjafjarðarprófastsdæmi hefir vigslubiskup Friðrik J. Rafn-
ar verið skipaður prófastur, og i Rangárvallaprófastsdæmi séra
Sveinbjörn Högnason á Breiðabólstað í Fljótshlíð.
Eins og kunnugt er og áður var vikið að, varð sú breyting
á prestakallaskipun landsins, að á synódusárinu varð Reykjavik
sérstakt prófastsdæmi, og fjölgaði þá prestaköllunum um fjögur.
Er þessi breyting sögulegur atburður og án efa mjög mikilvægur
fyrir starf kirkju og kristni þessa lands. Embættin voru aug-
•ýst til umsóknar hinn 5. október f. á. og veitt að afstaðinni
kosningu frá siðustu áramótum. Veitingu fyrir embættunum
blutu: Séra Garðar Svavarsson fyrir Laugarnesprestakall, séra
Sigurbjörn Einarsson og séra Jakob Jónsson fyrir Hallgríms-
Prestakalli og séra Jón Thorarensen fyrir Nesprestakalli. Allir
voru þeir áður starfandi prestar í þjóðkirkjunni, nema séra Jakob
Jónsson, er, sem kunnugt er, kom vestan um haf, þar sem hann
hafði starfað sem prestur meðal Vestur-íslendinga um nokkur ár,
en áður í Nesprestakalli i Norðfirði.
Séra Ragnar Benediktsson, sem um skeið liafði þjónað Stað-
urprestakalli á Reykjanesi, sem settur prestur, hvarf frá brauð-
lnu í september f. á., en í hans stað var settur prestur þar, séra
órelius Níelsson, en liann hafði þá um sumarið gegnt prests-
frjónustu í Hálsprestalcalli í Fnjóskadal.
Á síðastliðnu vori fór fram kosning í Landprestakalli i Rang-
arvallaprófastsdæmi, og var þar kosinn séra Ragnar Ófeigsson,
sem verið hafði aðstoðarprestur föður síns um allmörg ár.
Enn hefir séra Björn Björnsson verið kosinn og skipaður í