Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 36
274 Vigfús Guðmundsson: Júli. suðurvegg er hurS að afþiljaða ganginum, niður af kórþrepinu og upp í stólinn. Prédikunarstóllinn er utar en í miðri kirkju, rétt við ytri miðgluggann. — Er það óvanalegt í kirkjum hér á landi. Hann er ó háum fæti, með 5 spjöldum og fagurlega mál- uðum myndum: Frelsarinn á krossi á miðspjaldi og guðspjalla- mennirnir til hliða. Yfir stólnum er himinn (án kögurs), með heilags anda tákni — dúfu á flugi — málaðri neðan á, en utanum er hlátt belti, með gulu letri: „Vor Predichestol, o, Gud, bevare fra falsk Lære. Self Prestens Tunge rör, som Ordet skal fram- bære“. Aðrar línur eins eru efst og neðst á stólnum, ofar: „Pre- dicliestol er Foræret af Kongl. Majist. til Danmarch og Norge etc. etc. etc. nuverende Landfogd og Fuldmegtige over Island Paul“. Neðri Hnan: „s Hustrue Johana Nielsdatter. Gud til ære og st. Nicolai Kirke ved Kongl. Maijst. Gaard Bessested til Zirat og Beprijdelse“. Ekki er hurð fyrir stólnum, en Jíkara, að svo hafi verið upphaflega. Auðsjáanlega vantar nokkuð á báðar línurnar. Aftan við efri línuna, á eftir Paul (Páll) sennilega: Beyer Peter- sen (1702 — d. 1717). Og framan við neðri línuna, sem er áfram- liald af hinni, a. m. k.: „og lian (s), og máske einhvern titil þar framan við. Svo og: Denne (prédstól) framan við efri línuna. Gangurinn allur inn að kórdyrum er lagður múrsteinum á rönd, og í tígla, ljósir og rauðir á víxi. Við suðurvegginn er gólfið farið að fúna. Frá kórnum við norðurvegginn er hurð á þilinu og þrep upp á söngpall, sem er að hæðinni til ofan á bakslám instu stólana. Járngrindverk rýrt er á brúnum pallsins. Þarna munu vera leifarnar af „sal“ þeim, sem Pétur biskup nefnir —■ og sem í eldri kirkjunni var nefnt „Pulpitur“. Þar eru þrefaldir stólar lokaðir með 2 hurðum, á livora hlið. Aðrir slólar 16 að norðan og 14 að sunnan. Grásteinsfonturinn (sívalur — miðmjór) tekur rúm tveggja stóla við prédikunarstólinn. Skirnarfatið er óvenju stórt og grunt, úr málmi, dökt á lit. í norðurvegg kórsins utarlega er innmúraður legsteinn Páls Stígssonar fógeta og amt- manns á Bessastöðum, d. 1566. Á steininum er upphleypt mynd af Páli, nokkuð minni en í fullri stærð, og letur á latínu. Undir miðju lcórgólfi yzt eru 2 legsteinar, yfir Magnúsi Gíslasyni amt- manni (d. 1766), og Matth. Söffrensen fógeta og umboðsmanni (d. 1651). Stöpullinn vestan við kirkjuna er allur jafnholur og nær nokkuð upp yfir mæni kirkjunnar, með toppþaki og miklu þakskeggi um- bergis. Stöng há, með kúlu og verðurspjaldi. Á því er ártalið 1899 — frá Sk. Th.? Stöpullinn er að innanmáli 3,65 m. á lengd og 3,6 m. á breidd. Vængjahurðir miklar eru fyrir báðum dyrum. Báðar

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.