Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 13
Kirkjuritið.
Prestastefnan.
251
Sandfellsprestakall í Austur-Skaftafcllsprófastsdæmi og stud.
theol. Jóhannes Púlmason i Miðgarðaprestakall i Grimsey. Enn-
fremur með sama hætti cand. theol. Finnbogi Kristjánsson í
Hvammsprestakall í Laxárdal i Skagafjarðarprófastsdæmi. Eins
°g nú standa sakir, eru þessi prestaköll óveitt:
Hofteigsprestakall í N.-Múlaprófastsdæmi.
Valþjófsstaðaprestakall í sama prófastsdæmi.
Sandfellsprestakall í Öræfum.
Staðarhraunsprestakall í Mýraprófastsdæmi.
Staðarhólsþingaprestakall i Dalaprófastsdæmi.
Breiðabólsstaðarprestakall á Skógarstr.
Brjámslækjarprestakall i Barðastrandarprófastsdæmi.
Staðarprestakall á Reykjan. í sama prófastsdæmi.
Rafnseyrarprestakall í V.-ísafjarðarprófastsdæmi.
Staðarprestakall í Súgandafirði i sama prófastsdæmi.
Staðarprestakall í Aðalvík í N.-ísafjarðarprófastsdæmi.
Staðarprestakall í Steingrímsfirði í Strandaprófastsdæmi.
Hvammsprestakall í Laxárdal í Skagafjarðarprófastsdæmi.
Vallaprestakall í Svarfaðardal í Eyjafjarðarprófastsdæmi.
Miðgarðaprestakall í Grímsey og
Hálsprestakall í Fnjóskadal í S.-Þingeyjarprófastsdæmi.
Eitt prestakall, Bægisárprestakall í Eyjafjarðarprófastsdæmi,
í>ameinaðist í síðustu fardögum, er séra Theodór Jónsson fékk
'ausn frá embætti, Möðruvallaprestakalli, samkvæmt lögum um
skipun prestakalla frá 1907. Eins og áður er fram tekið, er ekki
Svo að skilja, að prestaköll þessi njóti ekki flest góðrar prest-
lcgrar þjónustu, er i allmörg þeirra eru settir ungir og áhugasamir
I)restar, eða þá að þeim er þjónað, eins og því verður bezt við
komið, af nágrannaprestunum.
Um utanfarir presta er ekki að ræða um jjessar mundir, en á
hessu sumri hefir undirbúningsnefnd hinna almennu safnaðar-
hinda í hyggju, að á vegum hennar fari prestur ásamt leikmönn-
Um i prédikunarferðir um eitt eða tvö prófastsdæmi. Hafa þeir
séra Gunnar Árnason á Skútustöðum og dr. Árni Árnason læknir
hegar ferðast um Suður-Þingeyjarprófastsdæmi.
I-asleiki liefir að nokkuru hamlað störfum tveggja presta, auk
séra Þorsteins Ástráðssonar á synódusárinu. Eru lmð þeir dr.
Eirikur Albertsson á Hesti, sem þó er nú aftur kominn til em-
hættis síns, og prófastur séra Gísli Skúlason, sem er nú aftur á
hatavegi og farinn að gegna embættisstörfum. Einnig hefir einn
'uikniaður, sem mikið hefir ferðast um landið og af áhuga og alúð
stutt málefni kristindómsins og kirkjunnar, Pétur erindreki
tiigurðsson, vegna fótbrots orðið að halda kyrru fyrir um