Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 15

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 15
Kirkjuritið. Prestastefnan. 253 ‘ riki Hitlers“ eftir séra Sigurbjörn Einarsson. Greinargóö og skorinorð frásögn á baráttu Játningakirkjunnar þýzku og »Nationalsocialismans“, sem vakti atliygli margra. „Lif og dauði“ eftir jjrófessor Sigurð Nordal, útvarpserindi hans og að auki ilarlegur og ágætlega ritaður eftirmúli, eins og bókin er i heild sinni. Fyrirlestrar þessir vöklu mikla alhygli og umhugsun og Pá ekki sízt meðal kirkjunnar manna, og þótt ýmsum fyndist 1 einu erindinu nokkuð sveigt að þjónum kirkjunnar, hygg ég, að vér séum allir þakklátir hinum ágæta höfundi fyrir bókina °g teljum, að hún liafi átt mikinn þátt i að hjálpa til þess að Vekja menn til íhugunar á eilífðarmálunum. Ennfremur gaf hann út fyrirlestur sinn: „Trúarlif Jóns Magnússonar", sem er II. fyrirlestur fluttur á minningardegi um Harald Níelsson prófess- °r. Barnalærdómskver séra Friðriks Hallgrímssonar dómpróf- asts kom út í nýrri og endurbættri útgáfu. Að lokum vil ég aefna bók Leon Denis, er séra Jón Auðuns, fríkirkjuprestur i Pafnarfirði, þýddi og nefnir „í þjónustu æðri máttarvalda“. Er það frásögn um „meyna frá Orleans", saga hennar meðan liún lifði hér á jörðu, og spiritistiskar tilraunir í sambandi við liana ^átna. Blaðið „Bjarmi" hefir og komið út sem áður. Lokið er við smíði 5 kirkna, og voru þær allar vígðar síðast- liðið sumar: Tjarnarkirkja á Vatnsnesi, Óspakseyrarkirkja, Beru- tjarðarkirkja, Haukadalskirkja og Akureyrarkirkja. Hefir kirkj- l*num öllum verið lýst rækilega i Kirkjuritinu, og sé ég ekki asteeðu til að fara fleiri orðum um þær. Erfiðleikar hafa aukist svo um allar byggingar, að, eins og sakir standa, er mjög vafasamt um framkvæmdir á því sviði, en eftir ófriðinn mun verða haf- lsf handa af nýju fjöri, og bíða ýmsir söfnuðir fyrsta tækifæris. Á síðastliðnu sumri var lokið við prestsseturshús í Hraungerði, °g eigi er alveg vonlaust um, að i surnar verði reist eitt prests- Sefurshús í Reykjavík og annað á Kolfreyjustað, en það er svo aðkallandi að eigi þolir bið. Á siðasta Alþingi voru allmörg mál, er kirkjuna varða, tek- m til meðferðar. Sum þeirra fóru sigurför í gegnum deildir þfngsins og urðu að lögum, sum verða um þessar mundir lögð fram til staðfestingar af hinum nýja ríkisstjóra íslands. *^fér gefst ekki tími til þess að rekja þau mál rækilega hér, en verð að láta mér nægja að geta um það, sem ég tel mikilvægast fyrir kirkjuna og starf vort. Lít ég svo á, að vér megum fagna Jfir ýmsu því, sem vanst á. Frumvarp til laga um söngmálastjóra þjóðkirkjunnar varð að 'ögum. Er það sanníæring min, eins og ég gat um á síðustu

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.