Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 37
Kirkjuritið. Kirkjur konunga á Bessastöðum.
275
eru þæi' innst á þessum þykku múrveggjum.*) Loft eru tvö í stöpl-
inum, hið neðra á sömu hæð og í kirkjunni. Á því lofti eru dyr
gegnum kirkjumúrinn inn á ioftið; er þar fjalagólf gisið á býsna
gildum bitum og samansettum. Eigi er nú annað á iofti þessu en
grind, grönn og nýleg til beggja hliða, undir sperrum miðjum.
Gluggi á austurgafli og 4 á norðurþekju, allir litlir. Annað loft
er í stöplinum, 2,5 m. ofar, og er þaðan nálægt 4 m. upp að þak-
brún (eða yfir 11 m. alls). Klukkur 2 eru þar á öflugum ramb-
höldum, með rammaukinni undirgrind, og rúmi fyrir þriðju
klukku. Misstórar eru klukkurnar, önnur 65 cm. í þvermál neðst,
með letri og ártali 1827. Hin 35 cm, líka með letri og ártali 1741.
Gluggar 2 litlir eru á hvoru lofti, á vestur- og norðurhlið. Eru
beir brotnir og sumir alveg burtu.
Gluggakistugólfið, vestan á efra loftinu, er brot af stórum leg-
steini. Máður er hann og slitinn, vantar þó varla mikið af ietr-
inu algjörlega. í snöggu áliti virðist mega lesa: (Andís(?) ....
>,Guðrún Thorkielsdótter. Hvor að yfirvann og endaði sitt stríð“,
o. s. frv.
Efst í múrnum, uppi yfir glugga þessum, er málmspjald fest,
og á það letrað: F. A. M. — MDCCCXXIIl (ártalið 1823). Er það
oæg sönnun þess, að þetta ár liefir verið lokið við stöpulinn.
Lokaorð.
Þó að lýsingin af kirkjunni hér að framan sé oftast ærið ömúr-
leg, kirkjan naumast nokkuru sinni lekalaus, eða fúalaus um 200—
800 ár, þá er hún sönn og ýkjulaus, eftir beztu heimildum. Lesendur
Sóðir kunna að undrast yfir þvílíkum trassaskap á konungs
höfuðbóli. En þá má þó ekki gleyma því, að konungarnir sáu
betta aldrei sjálfir. Þeir fóru eftir annara ráðum, misjöfnum að
viti, velvilja og singirni. Kirkjan óvenju stór og næstum tekju-
hius, lengstum. Timbrið sennilega mjög lélegt, og smiðir mis-
lafnir „meistarar". Bréfaskriftir, samgöngur og siglingar fram
l|r öllu hófi seinfærar. Og siðast, en ekki sizt: Ábúendurnir á
Bessastöðum flestallir leiguliðar, og margir þeirra aðeins sárfá
;tr — altaf við þvi búnir að fara þá og þegar.
Vigfús Giiðmundssoii.
‘) Þrep (2—3) eru við kirkjudyr, og nýiagður beinn vegur vestur
1 sáluhliðið. í það vantar þó grindurnar. Annars er grafreiturinn
uinhverfis kirkjuna girtur vel, með steinvegg að norðanverðu.