Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.07.1941, Blaðsíða 34
272 Vigfús Guðmundsson: Jáli. Alþingi hafnaSi kaupunum. Fornminjavörður, Matth. Þórðarson, tók þá til sinna ráða og aðrir góðir menn, skutu miklu fé saman til aðgerðar á kirkjunni. 1921. Var nú járnið tekið af þakinu, tjörupappi lagður undir það, og bætt svo við járnið, að vel yrði það skarað. Gert að nýju við gólfið, loftið og annað, sem bilað var, síðan kalkað og málað. 1933 og 1936. Visitazía Bjarna próf. Jónssonar. Kirkjan í góðu lagi. Skírnarfontur úr grásteini með ártalinu 1702. Koparstjakar 2 stórir, frá 1734. Hljóðfæri nýlegt. Altarisklæðið frá 1693 o. s. frv. Kvenfélag sóknarinnar hafði þá nýlega gefið kirkjunni 6 súlur og einn Ijósastjaka á hverja þeirra. Ætlað lielzt til þess að lýsa og prýða við jarðarfarir. Bessastaðakirkja 1940. Að þvi leyti, sem henni er ekki lýst áður. Veggir, bæði kirkju og stöpuls, eru 1,1 metra á þykt, nema þynnri undir gluggum. Þeir hljóta því að vera tvíhlaðnir með smærra grjóti og kalki milli. Hleðslugrjótið mun vera lítið höggvið nenia endar þeir, er út vita á báðar hliðar, og svo slétt kalkað yfir. Kirkjan sjálf er á lengd að innan 20,7 m. og 8,8 m. á vídd, öH jöfn enda milli, en hæð undir loft 4,45 m. (í álnum ca. 33 X l^ og 7). Loftið er slétt neðan á bitum enda milli, nema þverlistar undir borða samskeytum. — Þetta mikla loft spillir svip kirkj- unnar. Vantar lyftingu eða lofthvolf, því fremur fyrir það, að gluggar allir eru stórir og bogadregnir að ofan. — Margar rúður, allar lieilar. Kórinn er næstum þriðjungur kirkjunnar, 6,77 nu, og þvi býsna rúmgóður, þrátt fyrir fasta bekki umhverfis og - lausa. Altarið er stór skápur (1,64 x 1,3 og 1,14 m.). Efst og yz* á altarinu standa háar súlur, með bustar yfirbyggingu, snoturt. Þar á milli er bríkin, með prýðilega málaðri á tré mynd af frels- aranum og englum í grasgarðinum. Undir bríkinni er blátt spjaM (fjöl), með gulletraðri bæninni um „kaleikinn“. Laust við brikina á báðar hliðar, eru festir vængir á hjörum 1 þilið. Á þeim er 1 dýrlingsmynd á hvorri hlið. — Knéfallið viö gráðuna er yfirklætt. Öll er kirkjan máluð innan, súlur við brík og kórdyr marmaramálaðar. Þær eru útlagðar eða umfangsniein að ofan og neðanverðu. Ekki eru hurðir í kórdyrum, en yfir þeim snotur bogi með gyltu fangamarki Kr. kon. 7. (C7) og kórónu yfir. Aftur á móti eru gljámáluðu kúlurnar ofan á súlunum o- snoturlega stórar — því fremur sem nær er staðið, og litlu sýnis* muna, að þær reki sig upp í loftið. Þil eru út frá kórdyrum, með randskornum fjalarimlum (Pilarer) að ofanverðu, og þar ofan a festar 5 kertapípur með laufi á hvorri lilið (vantar eina). ViS

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.