Kirkjuritið - 01.05.1942, Page 4

Kirkjuritið - 01.05.1942, Page 4
Mai. Tækifæri til vitnisburðar. Prédikun eftir séra Friðrik J. Rafnar vígslubiskup. „Þetta man verða yðar tækifœri til vitnisburðar“ (Lúk. 21, 13.). Sjálfsagt verða þessir tímar, sem vér lifum á, kallaðir viðburðaríkir, þegar saga þeirra siðar verður rituð. Og vér, sem orðnir erum það gamlir að muna hina fyrri styrjöld, höfum sjálfsagt allir verið þeirrar trúar, og treyst þvi um það bil, að hún var að enda, að hún liefði verið „styrjöldin til að enda allar styrjaldir“, the war to end war. Og þó verðum vér, aldarfimtungi síðar, að lifa það, að allur heimur er aftur í háli, og á ennþá stór- kostlegri liátt en dæmi eru áður til. Það er eins og liin núlifandi kynslóð sé hókstaflega að lifa spádóm Jesú i Lúk. 21, þar sem liann segir, að þeir tímar komi, að þjóð rísi gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki, angist ríki meðal þjóðanna, hallæri og voðaviðhurðir gerist. Enda er eklci svo fátítt að heyra þá slcoðnn manna á meðal, að það, sem nú sé að gerast, sé aðdragandi hinna miklu endaloka, heimurinn og mannkynið sé með þessum aðförum að kveða upp sinn hinzta örlagadóm. Sjálfsagt verður altaf talið, að það séu viðburðaríkir tímar, sem vér lifum á, enda er þegar mikið um þá talað. Að þessu sinni höfum vér, sem fram að þessu liöfum húið við einangrun og fásinni, sogast inn í sjálfa liring- iðu heimsviðhurðanna. Land vort og' þjóð hefir nú um meira en árs skeið verið á dagskrá stórveldanna, heims- blöðin hafa skrifað um oss, tugþúsundir erlends setuliðs liafa liaft liér dvöl, jafnvel æðsti maður hrezka heims- veldisins hefir, ásamt herforingjaráði sínu, heiinsótt

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.