Kirkjuritið - 01.05.1942, Síða 26

Kirkjuritið - 01.05.1942, Síða 26
Mai. Dagbjartur Jónsson cand. theol. Þegar ég tók að kenna í Guðfræðideild Háskól- ans vorið 1928, þá sat þar á nemendabekk meðal annara stúdenta grann- vaxinn maður í hærra la,gi, fríður sýnum, ljós á hár og' bláeygur, gáfuleg- ur og sviphreinn, og yfir honum óvenjulega mikill æskuljómi. Það. var Dag- bjartur Jónsson. Mér fanst nafnið fara honum svo vel, að honum yrði ekki jafn vel lýst með öðru orði. Við urðum fljótt góðir vinir, og' það var unun að kenna honum. Hann sótti námið fast og af lifandi áhu,ga þrátt fyrir þröngan fjárhag og tæpa heilsu- Námsgáfurnar voru ágætar, skyldurækni og prúðmenska frábær. Hann kom oft með skarplegar athugasemdir og lagðist djúpt við lesturinn. Það var auðséð, að hann mundi verða vel lærður guðfræðingur. Þær vonir brugð- ust ekki. Hann lauk mjög góðu embættisprófi haustið 1931, eftir 4 ára nám í deildinni, og næsta vor hlaut hann utanfararstyrk guðfræðikandídata til framhaldsnáms. Hann var utan veturinn 1932—3 og fram á sumai’. fyrst í Englandi og svo í Danmörku. Tók liann þá nokk- urn þátt í kirkjulegu starfi. Mig langaði til þess, að hann yrði prestur að því loknu, og áttum við tal saman um

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.