Kirkjuritið - 01.05.1942, Side 35

Kirkjuritið - 01.05.1942, Side 35
Kirkjuritið. Hin seka kona. Freistinganna grýtt er gata, góði Jesú, veiztu það? Veikri sál er vandi að rata. Vegalausa í hverjum stað bar mig undan stríðum straumi, stund og stund í ljúfmn draumi. Guð veit, livað ég' grét og bað. Allir særa, allir grýta. Enginn veitir hjálp né skjól. Hreinir fallna fyrirlíta, fram hjá rennur þeirra hjól. Ein í minni örbirgð þungu orð ég nam af þinni tungu. Ljós mér skein frá líknarsól. Lostin mörgu sorgarsverði, síðan féll ég oft á jörð. En ég' fann, þú varst á verði, vaktir yfir sekri hjörð. Þegár hyrðin þrengdi að lierðum, þú varst sjálfur með í ferðum. Þjáning er mín þakkargjörð. Þig á göngu þyrnar særa, þarf að græða rispu og sár. Leyf mér þessa fórn að færa, fyrst þú skilur breyskra tár. Sárin fægð á fótum þínum fel ég svo í lokkum mínum. Drottinn Kristur, dýrðai’hár. Jón Magnússon.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.