Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 9

Kirkjuritið - 01.03.1943, Blaðsíða 9
Kirkjuritið. Sjálfstæði. 79 sntan, giftu eða ófarsæld. En aldrei lesin vinber af Þyrnum né fíkjur af þistlum. Þessi snilldarlýsing mun vera stærsta afreksverkið, er nnmð hefir verið á síðari árum í sjálfstæðisbaráttu ís- lendinga, og er vant að sjá, hvernig unnt er að gefa þjóð v°rri öllu hetri gjöf á þessum þungu örlagatímum. Ein- nntt nú, þegar þjóðinni ríður mest á að þekkja sjálfa S1g> fær hún til þess ómetanlega hjálp á þennan hátt. Annars vegar sjáum vér vítin oss til varnaðar. sundur- 'yndi, eigingirni og skannnsýni með ótal fvlgjum. Sama böl hlýzt af þeim enn í dag sem forðum. Svo er varð- aður vegur norður og niður. Hins vegar komum vér glögglega auga á þrautseigju, heilindi, drengskap, hug- Pnyði, kærleika, trú á allt, sem dýpst er og bezt i þjóðar- salinni, og sjáum, að þangað teigir rætur sá gróður, sem bfvænn hefir reynzt. Og því er það að þakka, að þjóðin befir lifað sem þjóð menningarlífi. Engin áskorun getur °rðið oss máttugri um að reynast því trú. b*etta tvennt birtist svo skýrt, að liugsunin vaknar um 0I'ð Jesú Krists: Sérhver jurt, sem minn himneski faðir befir eigi gróðursett mun upprætt verða. En jákvætt Inyndu þau hljóða svo: Sérhver jurt, sem minn him- neski faðir hefir gróðursett, mun gróa. I>auði, tortíming lif, vöxtur. Það er þessi gróandi í þjóðlífi íslendinga, sem vér þurfum um fram allt að sjá og þekkja, í hvaða mynd sem hann kemur fram, og standa saman vörð um liann. Við það vex sjálfstæði þjóðarinnar innan frá liægt og hægt. Sá gróandi er í órofasambandi við trú þjóðarinnar á ^uð sinn og land sitt. Sjálfstæði þjóðarinnar er og vei’ð- Ur 1 dýpstum skilningi runnið frá samfélagi hennar við Guð. Sjálfstæð þjóð er sú ein, sem reynist trú hinu bezta °9 dýpsta í sjálfri sér. Hún hefir fundið sjálfa sig. Hún

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.