Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 11

Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 11
Kirkjuritið. Sjálfstæði. 81 ' Mitt andans ski'úð var skorið af þér, sú skyrtan bezt liefir dugað mér við stormana, lielið og hjúpinn. ^ér sjáum einnig í anda dýrlega feður, sem hafa Jafnvel beðið fyrir banamönnum sínum. Og lofsöngur íslenzkra skálda um Jesú Krist ljómar 1 himininn allt frá tímum Völuspár, er ort var- Þá kemur inn ríki at regindómi öflugr ofan, sá er öllu ræður. Geisli, Harmsól, Líknarbraut, Sólarljóð veita djúpa •nnsýn í þjóðarsálina og bera vitni um vald Hvíta-Krists, er þar býr í leynum. Honum skal lúta og til hans mæna, l)egar síðasta dagsbrún þesarar veraldar hnígur í sæ. I^rátt fyrir allt og allt, sem verður til þess að skyggja á bann, er vonin fest á honum og mest um vert að þjóna honum. Jafnvel í ógnum og hryðjuverkum Sturlungaaldar bH'zt fram trúarandvarpið: Ek em þrællinn þinn. Þú ert drottinn minn. Old af öld hljómar þessi lofsöngur. Af vörum Einars 1 Eydölum við stallann Kristi, Hallgrims Péturssonar ondir krossi hans og Matthíasar frannni fvrir nýárssól- nnh, sem er honum imynd Krists: Sem Guðs son forðum gekk um kring, hún gengur ársins fagra hring og leggur smyrsl á lífsins sár og læknar mein og þerrar tár. Ó, sjá þú drottins hjörtu braul, þú barn, sem kvíðir vetrar þraut. I sannleik, hvar sem sólin skin, er sjálfur Guð að leita þín.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.