Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 14

Kirkjuritið - 01.03.1943, Page 14
84 Sigurgeir Sigurðsson: Marz. fræði. Var hann því studdur af foreldrum sínum til náms. Stundaði hann nám í Reykjavík og tók stúdents- próf árið 1912. Fór þá utan og las forspjallsvísindi og læknisfræði við Kaupmannahafnarháskóla, en hvarf síð- an lieim aftur og hóf að lesa guðfræði við Háskóla Is- lands og tók þar embættispróf vorið 1916. Fékk hann veitingu fyrir Mjóafjarðarprestakalli í Suður-Múla- prófastsdæmi 1917 að undangenginni kosningu safnað- arins. Var hann vígður í Reykjavík 28. maí 1917. En hann var aðeins skamma stund í Mjóafirði. Ári síðar sótti hann um Breiðabólsstað á Skógarströnd og hlaut kosningu þar. Dvaldi hann þar til ársins 1922, að hann fékk veitingu fyrir Sauðlauksdalsprestakalli samkvæmt kosningu safnaðarins. Hinn 8. sept. 1918 kvæntist séra Þorsteinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Guðrúnu Petreu Jónsdóttur. Eru börn þeirra 5: Guðrún, Magnús Rragi, Baldur, Jóna og Helgi. Séra Þorsteinn var í hópi liinna ágætustu presta lands- ins. Ilann var kennimaður góður og hafði liið mesta vndi af prédikunarstarfinu. Minntist hann oft á það, hve ánægjulegt honum þætti prédikunarstarfið, og hversu hugur hans hneigðist meir og meir að því að helga sig prestsstarfinu eingöngu. Hann var trúmaður einlægur og dyggur þjónn kirkjunnar. Fór honum að því leyti líkt og flestum áhugasömustu prestum landsins, að það eitl þótti honum skorta, að nóg væri verkefnið við prests- störfin í svo fámennum prestaköllum sem hann gegndi. Hann var áhuga- og dugnaðarmaður og fann sér ávallt næg verkefni, þótt þau lytu ekki beinlínis að prests- skapnum. Hann var þannig ávallt einn af aðalforvígis- mönnum hrepps síns og sveitarfélags, og veit ég, að sveit- ungar lians viðurkenna hið milda og ágæta verk, sem liann vann á því sviði. Hreppsnefndaroddviti var hann lengi, og fórust lion- um þau störf sérlega vel úr hendi. Jafnframt umsvifa-

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.