Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 20

Kirkjuritið - 01.03.1943, Side 20
90 Magnús Jónsson: Marz. og mótmælendur, sem höfðu eigi verið skírðir eða fermd- ir, komu nú og létu skíra sig og ferma. Nálega allir herprestarnir höfðu þessa sörnu sögu að segja: Hugur hermannánna stefnir til trúar og guðsþjónustu. Þessir einkennisbúnu ungu menn höfðu varpað af sér oki vantrúarinnar. Þeir voru einhugá í því. að hér yrði að gera full reikningsskil. Þeir sneru baki við efa- semdum og háðslegu glotti æskuáranna, og stefndu beinl í faðm trúarinnar. Á fyrsta ári hersins, sem endaði 30. júní 1941. höfðu um 12 milljónir hermanna sótt guðsþjónustu. Og næsta ár fór þó tala þeirra langt fram úr því. Venjan er sú, að þegar heitast er um hásumarið, þá hverfur kirkjusókn nálega alveg', og margar kirkjur eru alveg lokaðar. En hermennirnir vildu ekki heyra slíkt nefnt. I Fort Jackson t. d. var 41000 manna her, og 85 af hundraði sóttu kirkju reglulega. A föstunni síðastliðið ár sóttu 90 af. lumdraði messu hvern sunnudag. í Fort Dix var lítið um kirkjurúm. En þá var messað í tjöldum og hermannaskálum, eða þá að prestur stóð uppi á stórri herbifreið og prédikaði fyrir liópnum. Kapellum var komið upp, og þær voru allar fullar hvern sunnudag. Hvað veldur þessu? Ekki er því til að dreifa, að her- mennirnir séu skyldaðir til þess að sækja messur, því að slíkt er eklci til í her Ameríkumanna, livorki í land- her né sjóher. En á báðum stöðum var kirkjusóknin jafn mikil. Og ekki þurftu hermennirnir að sækja kirkju út úr leiðindum, því að aldrei hefir her verið keyrður meira áfram í hverslconar æfingum og striti. Nei, her- mennirnir vildu sækja guðsþjónustur. Þeir lögðu að sér til þess að verða ekki af því. 2. Það er eins og sú tilfinning eða sá samleikur hafi gripið hermennina, að ógnir nútímans stafi af gersam-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.