Kirkjuritið - 01.03.1943, Qupperneq 25
Kirkjuritið. Trúaráhugi í her Bandaríkjanna.
95
ur að útvega afdrep, þar sem heimaðurinn getur hitt
unnustuna sína, ef liún kemur í heimsókn, og útvega leyfi
íoreldra til þess, að hermaðurinn megi kvænast. Og þeg-
ar leyfið er fengið, vígir hann þau í heilag't hjónaband.
Allar sorgarfréttir verður hann að bera á milli. Hann
verður að vera mikill sálarfræðingur.
Flotaforingi einn sagði: „Presturinn er hoðandi Guðs
°rðs og' svo — og svo þetta, sem mennirnir geta ekki
verið án“.
Þegar skip eru í orustu, er presturinn á sama stað og
skipslæknarnir. Þar verður hann að veita hverjum
uianni, sem þess óskar, prestsþjónustu, livort sem þeir
eru trúbræður hans eða ekki. Herprestarnir fá nákvæma
fræðslu um þetta vandamál.
Setjum svo, að herpresturinn sé mótmælandi eða Gyð-
ingur, en hermaðurinn sé katólskur. Þá segir prestur-
inn: „Ég er ekki katólskur prestur, en „faðirinn“, sem
er hér ekki við, bað mig að lesa fyrir þig þessa bæn úr
bænabókinni. Viltu hafa hana eftir mér?--------Og svo
bað „faðirinn“ mig að fá þér þetta talnaband. Hann
hefir blessað það lianda þér. Þú mátt hafa það og mátt
vera viss um, að blessun hans nær til þin“.
Herprestarnir liafa fengið eldskírn sína í þessum ó-
friði, bæði í Pearl Harhour, Bataan og Corregidor, og
trú þeirra liefir staðizt eldraunina. Þeir hafa sýnt ein-
slakt hugrekki, stillingu og skyldurækni. Tveir her-
prestar féllu í Pearl Ilarbour. Annar þeirra, A. H.
Schmitt að nafni, var að flyta morgunbænir á herskip-
inu Oklahoma, þegar japanskt tundurskeyti hæfði skip-
ið. Skipið valt á liliðina. En presturinn lét sér hvergi
bregða, heldur hjálpaði hverjum liermanninum eftir
annan að komast undan — þar til ofseint var orðið fyrir
hann sjálfan að bjargast.
Þegar mest ósköpin gengu á af skothrið Japana á
Bataan, sagði undirforingi einn: „í þessum grenjasmug-