Kirkjuritið - 01.03.1943, Síða 36
Marz.
Sveitadúkur Veróníku helgu.
Þýðing úr „Kristus legender“ eftir Selmu Lagerlöf. — Stytt.
Fástina, gömul fóstra Tíberíusar keisara yfir Rómaveldi, er
að koma til Jerusalem til þess að leita honum lækningar. Hann
er þjáður af hryllilegum og ólæknandi sjúkdómi, og eina von
hennar er sú, að liún geti náð fundi spámannsins frá Nazaret
og ferigið liarin með sér til þess að lækna keisarann. Þegar hún
kemur inn í borgina, sér liún að eitthvað óvenjulegt er að ger-
ast; göturnar eru fullar af fólki, sem ryðst áfram, svo að hún
og förunautar hennar verða að stiga af baki og reyna að komast
áleiðis fótgángandi. Eftir stutta stund sjá jjau, hvað um er að
vera. Það ér verið að fara með fanga til krossfestingar. Fremst-
ir eru ungir menn, sem æpa af tilhlökkun yfir því að eiga að fó
ao sjá aftöi.u. Næstir ganga tignir menn i síðskikkjum, þá grátn-
ar konur og flokkur af fátækum mönnum og bágstöddum, sem
hrópa hástöfum á lijálp til Guðs. Siðan koma hermenn á hest-
baki og aðrir á eftir þeim með fangann á milli sín. Þeir hafa
lagt þungan kross á herðar honum, og hann dregst áfram með
hann veikum burðum. Hann lýtur svo höfði, að enginn sér í
andlit honum. Fástina horfir á þessa þungu krossgöngu. Hana
furðar á því, að sakamaðurinn skuli vera í purpurakápu og að
þyrnisveig hafi verið þrýst niður á liöfuð honum. „Hvaða mað-
ur er þetta?“ spyr hún. Maður, sem stendur við hlið henni,
svarar: „Það er maður, sem þóttist vera keisari“. En nú hnígur
liann tií jarðar undir krossinum. Konurnar ætla að hlaupa til
og hjálpa honum, en hermennirnir bregða sverðum og verja
þeim það. Þeir reyna að reka hann á fætur, en hann getur ekki
staðið upp. Loksins létta þeir af honum krossinum. Þá lítur
hann upp, og Fástína gamla getur séð i andlit honum. 'Blóðdrop-
ar hníga niður frá enni honum, liárið er storkið af blóði og svita.
Hann hefir munninn fast aftur, en varirnar skjálfa, eins og liann
sé að verjast hljóðum. Augun stara full af tárum og eru eins og
sloknuð af þreytu og kvöl. En bak við þessa liálfliðnu ásjónu
sér Fóstína eins og í sýn frítt og fölt andlit með ljómandi tign-
arsvip og ástúðlegt bros á vörum, og liún finnur allt i einu til
sárrar sorgar yfir örlögum og eymd þessa ókunna manns.
„Æ, hvernig hafa þeir farið með þig, veslings maður“, hrópar
hún, gengur í óttina til lians, og augun fyllast tárum. Það er eins
og hjarta liennar sé komið að því að bresta af meðaumkun. Hún