Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 28

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 28
210 Pétur Sigurðsson: Júní-Júli. upp slcal rísa“. Hann hefir'og sagt: „að eklcert sé út- kljáð og enginn vandi leystur, unz þessu sé komið í rétt iiorf, og í rétt horf sé það ekki komið fyrr en það ^sé komið í samræmi við réttlætis- og siðgæðiskröfur Guðs heilaga orðs“. - Nákvæmlega þetta sama kemur skýrt fram i hinum miklu ræðum Churchill. Báðir hafa þess- ir voldugu þjóðaleiðtogar játað synd lýðsins, og heint luig þjóðanna til ]>ess Guðs, sem einn getur grætl sár ]>eirra og verið þeim grundvöllur varanlegs friðar. Gæti ckki verið hollt fyrir íslenzku þjóðina að leggja eyrun að játningu stórþjóðanna, já, syndajátningu þeirra, svo að við nefnum það réttu nafni, og einnig að rifja upp fyrir sér hinar miklu syndajátningaræður, sem leiðtogar og spámenn ísraels fluttu þeirri þjóð stundum í fornöld. í Nehemíabók, 9. kap. er ein slík máttug ræða. Þar er rifjuð upp handleiðsla Guðs á lýðn- um, þar cru taldar þjóðarinnar mörgu og miklu svndir, og þar er þetta sagt, meðal annars: „Þú gafst þeim þinn góða anda, til þess að fræða þá, og þú Iiélzt ekki manna þínu frá munni þeirra og gafst vatn við þorsta þeirra. Fjörutiu ár ólst þú önn fyrir þeim á eyðimörkinni, svo að þá skorti ekkert; föl þeirra slitnuðu ekki, og fætur þeirra þrútnuðu ekki .... En þeir gerðust þverbrotnir og gerðu uppreisn gegn þér og vörpuðu lögmáli þinu að haki sér, og spámenn þína, ])á er áminntu þá, til þess að snúa þeim aftur til þín, drápu þeir og frömdu miklar guðlastanir. Þá gafst þú ])á í hendur óvina þeirra, og þeir þjáðu þá. En þeg- ar þeir voru í nauðum staddir, hrópuðu þeir til þín, og ])ú heyrðir þá af himnum og gafst þeirn frelsara af mik- illi miskunn þinni, er frelsuðu þá úr höndum óvina þeirra“. Þetta endurtók sig hvað eftir annað, segir í ræðunni, og hámarki sínu nær hún í þessum orðum: „Og nú, Guð vor, þú mikli, voldugi og ógurlegi Guð, þú sem heldur sáttmálann og miskunnsemina, lát þér eigi litlar þykja

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.