Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 40

Kirkjuritið - 01.06.1946, Side 40
222 Prestastefnan. Júní-Júlí. Háskólann tiér 193(S. Tók vígslu 1 (>. ágúst sama ár sem settur prestur í Skeggjastaöaprestakalli í N.-Múlaprófastsdæmi, og veitt þaö brauö frá fardögum 1938. Skipaður prestur í Sval- barðsþingaprestakalli árið 1942, að afstaðinni lögmætri kosn- ingu, en var búsettur á Raufarhöfn. Hann var kvæntur Svanhvít Pétursdóttur frá Reyðarfirði, og lifir hún mann sinn ásamt fimm börnum þeirra ungum. Séra Hólmgrímur var hógvær maður og ljúfur í umgengni, vinsæll af sóknarbörnum sinum, einlægur trúmaður og dreng- ur liinn bezti. Fyrir hönd okkar allra og kirkjunnar í heild flyt ég honum þakkir fyrir unnin störf, um leið og ég votta ekkju lians og ung- um börnum innilega samúð og hluttekning. Af fyrverandi sóknarprestum liafa liessir látizt á árinu. Séra Halldór Bjarnarson, f. prestur að Prcstshólum. Hann and- aðist í Reykjavík hinn 19. september s.l. Hann var fæddur hinn 1. nóv. 1855 að Eyjólfsstöðum á Völlurn í S.-Múlasýslu, sonur Björns umboðsmanns Skúlasonar og konn hans Bergljótar Sigurðardóttur. Stúdent 1882 og útskrifaður úr Prestaskólanum í Reykjavík árið 1884. Hinn 14. sept. s. á. vígð- ist hann til Prestlióla og noklmi siðar skipaður prófastur í N.- Þingeyjarprófastsdæmi 1889—1897. Leystur frá embætti 1897— 1901, en þá veittir Presthólar að nýju. Árið 1911 varð hann jafnframt prestur i Skinnastaðarprestakalli, er Presthólakall var sameinað Skinnastaðarprestakalli. Fékk lausn frá prestsskap frá fardögum 1926 og dvaldi í Reykjavík hin siðari ár. Hann var ókvæntur. Séra Halldór var á ýmsa lund sérkennilegur maður, og stóð um liann nokkur styrr á stundum, en trygglyndur þar sem hann tók því og raungóður ættingjum og vinum. Séra Kjartan Kjartansson, f. preslur að Staðarstað, lézt í Reykjavík hinn 1. nóvember s.l. Hann var fæddur 27. marz 1868 að Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, sonur séra Kjartans Jóns- sonar og konu lians Ragnhildar Gisladóttur. Stúdentsprófi lauk liann árið 1890 og útskrifaðist úr Prestaskólanum í Reykjavík 1892. Vígðist 30. apríl 1893 til Staðarprestakalls í Grunnavík og var þar prestur um skeið. Á árunum 1917—18 þjónaði hann Sandfellsprestakalli í Öræfum, en lét þá af prestsstarfi um hrið. Árið 1922 var honum veittur Staðarstaður á Snæfellsnesi, og lijónaði hann því kalli síðan, unz hann fékk lausn frá prests- skap í fardögum 1937. Séra Kjartan kvæntist árið 1892 Kristínu Brynjólfsdóttur, prests í Vestmannaeyjum, en hún andaðist árið 1918. Síðari kona hans

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.