Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 63

Kirkjuritið - 01.06.1946, Page 63
Kirkjuritið. Aðalfundur Prestafélags íslands var haldinn í Háskólanum miðvikudaginn 19. júní. Um morguninn kl. 9.30—10 fór fram guðsþjónusta í Háskóla- kapellunni. Séra Jakob Jónsson flutti prédikun út af 2. Kor. 13, og minntist sérstaklega aldarafmælis Menntaskólans í Keykjavík. Formaður félagsins, Ásmundur Guðmundsson prófessor, setti fnndinn og stjórnaði honum, en fundarritarar voru þeir séra l'áll Sigurðsson og séra Leó Júlíusson. Formaður minntist látinna félagsbræðra, þeirra séra Hall- dors Bjarnarsonar, séra Kjartans Kjartanssonar, séra Iínúts Arn- grimssonar skólastjóra og séra Hólmgríms Jósefssonar. Því næst !«tti liann hvatningarorð til presta um markvist samstarf á þess- l,m miklu örlagatímum þjóðarinnar. Þá gjörði formaður grein fyrir störfum félagsins frá því á síðasta aðalfundi, 9.—11. sept. f. á. Er nú hafinn undirbúning- llr að útgafu minningarrits vegna aldarafmælis Prestaskólans á oæsta ári. Ætlazt er til, að ritið verði i tveimur þáttum. Annar a að vera prestatal og kandídata, þeirra, sem útskrifazt hafa frá Frestaskólanum og guðfræðideild Háskólans á árabilinu 1847— Í947. ásamt fáeinum Iielztu æfiatriðum þeirra og myndum af þeim. Vinnur séra Björn Magnússon dósent að samningu þess þáttar. Hinn þáttur minningaritsins á að vera um guðfræði- kennsluna þessi hundrað ár, og hefir séra Benjamín Kristjáns- son á Syðra-Laugalamli verið beðinn að semja hann. Nýjar Prestahugvekjur er verið að setja i ísafoldarprentsmiðju, og eiga þær að koma út á þessu ári. Barnasálmar eru einnig í prentun, önnur útgáfa. Milli aðalfunda hefir sérstök nefnd ijallað um férmingarundirbúninginn og samband hans við onglingafræðslu almennt, og skipa hana: Séra Guðbrand- nr Björnsson prófastur, formaður, séra Guðmundur Einarsson Profastur, séra Björn Magnússon dósent, séra Jón Guðnason °g séra Jón Þorvarðsson prófastur. Kvaddi nefndin til starfa nieð sér dr. Bjarna Jónsson vígslubiskup. Formaður skýrði enn- fremur frá afskiftum Prestafélagsstjórnarinnar af ýmsum öðr- um félagsmálum. Ut af skýrslu formanns urðu noklcrar umræður, og var með- al annars samþykkt í einu liljóði svofelld ályktun:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.