Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 35

Kirkjuritið - 01.04.1950, Side 35
HEFIR JESÚS ALDREI VERIÐ TIL? 103 Um fæðingarár hans hafi vakið nokkurn vafa um, að hann hafi lifað og verið til. Nú er að athuga 2. atriðið: Hversvegna er Jesú Krists svo lítið getið í samtíma sagnaritum, eða jafnvel ekkert, sérstaklega í Gyðingasögu Jósefusar, sem einmitt ræðir Um þessa tíma, rituð skömmu síðar en atburðimir gerð- ust, og samtímis guðspjöllunum? Því er þessu til að svara: Um samtíma sagnfræðinga er 4 að ræða: Tacitus, Jósefus Flavius, Svetonius og Plinius yngra, en þó aðal- lega um aðeins 2, Tacitus og Jósefus. Tacitus skrifaði sögu rómversku keisaranna fyrstu og pólitíska sögu Rómaveld- ls- Jósefus var Gyðingur, en fluttist til Rómaborgar og skrifaði þar sögu Gyðinga frá sköpun heims og til dauða Nerós keisara árið 68. Saga hans er að mörgu merkis- verk, en hlutdræg í meira lagi. 1 sumum fomum hand- ritum af sögu hans er Jesú getið í örfáum línum, en marg- lr ætla það síðari tíma innskot. Hversvegna hafa nú þessir merku höfundar gengið svo algerlega fram hjá því, sem síðari tíma sögu hafa þótt einhverjir merkustu og afdrifaríkustu atburðirnir úr til- veru mannkynsins? Um Tacitus er það skiljanlegt. Þó hann hafi heyrt Jesú að einhverju getið, þá lá það alls ekki í tilgangi söguritunar hans að skýra frá því, sem frásagnarverðum viðburði, þó einhver upphlaupsmaður því að það var Jesús skoðaður — hefði verið kross- festur austur á Gyðingalandi á dögum Tíberíusar keisara. Slíkir viðburðir úti í skattlöndunum þóttu ekki meiri tíð- lndi en okkur þykir nú, þó við heyrum í útvarpinu, að bíl hafi verið stolið í Reykjavík. Gyðingasaga Jósefusar er hinsvegar skrifuð fyrir róm- verska lesendur. Höfundurinn er sjálfur Gyðingur og Farísei í viðbót. Frásögn hans er lituð af því viðhorfi; hann vill sýna þjóð sína í sem beztu ljósi, án þess að móðga Rómverja. Um tímabil Jesú er hann að vísu ekki langorður, en þó getur það gegnt furðu, að hann minnist 8

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.