Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 45

Kirkjuritið - 01.04.1950, Page 45
TRÚIN á dauðann og djöfulinn 113 þegar djöfullinn kemur og tendrar girndina," segir hann. Með öðrum orðum: Guð verður að slaka til við djöfulinn, en finnur þá upp þessa tilfæringu: hjónabandið til að hylja saurinn. Nú skildi Lúther það reyndar í aðra röndina, að hjóna- bandið er fyrst og fremst borgaraleg og réttarfarsleg stofnun, og því sleit hann það út úr sakramentiskerfi kirkj- unnar og taldi henni það lítt viðkomandi. Enda vita það allir, að hjónabönd tíðkuðust fyrir allan kristindóm og hafa jafnvel viðgengizt með villiþjóðum frá forneskju. Rekur þetta sig því allt hvað á annað hjá Lúther. Víkur nú sögunni til sr. Sigurbjarnar. Honum þykir auðsjáanlega allt ástalíf ósköp ljótt og saurugt eins og miðaldakirkjunni. Hann kemst að þeirri hátíðlegu niður- stöðu, að ástalíf hafi aldrei verið talið nein lyftistöng sið- menningar. Setjum nú svo, að allir færu eins að og Óri- genes, eða forðuðust að minnsta kosti „saurlífið", til að þóknast Guði. Hvernig færi þá? Mundi ekki öll menning þar með deyja út á einum mannsaldri? „Saurlífið" virðist þó a. m. k. að þessu leyti vera nauð- synlegt menningunni, að það er conditio sine qua non — frumskilyrði þess, að nokkur menning geti átt sér stað eða viðhaldizt. Sýnist því heimspeki hans í þessu efni naumast standast gagnrýni. Samkvæmt kenningu sr. Sigurbjarnar væri menningunni t. d. mikill ávinningur að þvi, ef þeir Leonardo da Vinci og Beethoven hefðu aldrei fæðzt. Báðir voru getnir í „saurlífi“. Það má ekki í milli sjá, hvor snjallari er, síra Búi eða þýðandi hans. Þykir hinum fyrrnefnda barneign Gunnars nálgast svik Júdasar. En hinn síðarnefndi gerir þá stór- merku uppgötvun, að Gunnar hafi spjallað meyna sam- kvæmt nýrri guðfræði. Ólukkans guðfræði er þetta, sem er svona hættuleg fyr- ir vinnukonustéttina! En þar sem ég hefi nú sannað, að slík barneign gæti einnig átt sér stað í lúterskum sið, vona ég að sr. Sigurbirni verði nokkuð hughægra.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.