Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 5

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 5
Guðsp j allssálmur (Matth. 25,14—31). Að láni vér fáum lífsins pund; því láni vér skila hljótum. Vér gleðjumst og hryggjumst stutta stund, og starfsins og lífsins njótum. Svo hnígum vér bleik sem blóm að grund, er borin er sigð að rótum. Er renna upp hinztu reikningsskil, um rentu vér erum krafin. Vér eigum þá vísast ekkert til, því oft voru pundin grafin. Vér drúpum þá hljóð við dauðans þil í dómkvíðans fjötra vafin. Vér skynjum þá loksins lífsins rök og lögmál um tap og gróða. Vér sjáum: það er vor eigin sök, ef ónýtist pundið góða, og letingjans vesöl varnartök ei verður til neins að bjóða. Ó, Drottinn, vér komum djásnafá til dómsins með bljúgu sinni. Ef mögulegt verður, væg oss þá, og vef þú oss miskunn þinni. Ó, blessaði faðir, barn þitt sjá og bjargaðu sálu minni! Vald. V. Snœvarr.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.