Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 17
SÉRA STEFÁN B. KRISTINSSON
15
hollur í ráðum, heill og skýr í svörum
hlutdeild þú tókst í safnaðanna kjörum.
Skildir þú glöggt, að gróin jörð á vori
er guðsþjónusta, tjáð í fremdarverki.
Láta þú vildir vaxa' úr hverju spori,
að vorsins hætti, blóm og lífsins merki.
Landið þú vildir láta rækta’ og prýða,
lifandi Guði’ í stóru’ og smáu hlýða.
Þökk fyrir allt, sem þú úr rústum reistir.
Þín rausnarverk ei Svarfdælingum gleymast.
Þökk fyrir allt, sem þú úr læðing leystir,
hin Ijúfu kynni enn í hjörtum geymast.
Þökk fyrir allt frá liðnum, Ijúfum dögum.
— Vér lútum þeim, er ræður vorum högum.
Velkominn heim! — Þú fagnar fullum sigri, —
til fagnaðar þíns Herra inn þú gengur.
Þú skilar heilum skildi’ og björtum vigri.
— Nú skipt er um, — þú mæðist ekki lengur.
Þökk fyrir allt. — Nú hljóti hvíld svo væra
þitt holdið þreytt í dalnum okkar kæra!
Váld. V. Sncevarr.