Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 11
SKÍN LJÓS YFIR LANDI 9 trúin á fagnaðarerindið og eilíft gildi hverrar mannssál- ar og skyldleik hennar við Guð. Kenningamoldviðri um gerspillingu manna og algeran vanmátt til alls góðs hefir orðið til þess að skyggja á heiðan og djarfan fagnaðar- boðskapinn, m. a. orð eins og þessi: „Þér elskaðir, nú erum vér Guðs böm, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann, eins og hann er. Og hver, sem hefir þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig, eins og hann er hreinn.“ Sá maður er enginn fæddur, að hann sé ekki Guðs bam, og ekki er til í mannheimi svo óhreinn né harður steinn, að meistarinn mikli geti þar ekki leitt fram fagran, skínandi engil. Einmitt nú, þegar mest á reynir, má kristin kirkja sízt bregðast. Eigi hún að sigra með þjóðunum og gefa frið á jörð, verður það aðeins í trú á hið góða í mönn- unum fyrir náð skapara þeirra og föður, eins og fagnaðar- erindi Krists kennir. Það verður að boða hverju mannsbami á Islandi. Því að fagnaðarerindið er ekki eins og eitthvert skrautker, er flyzt sem dauður arfur frá einni kynslóð til annarar. Það er líf, sem verður að nema land með hverri nýrri kynslóð. Boðendur þess þurfa því að vera sem flestir, prestar, kennarar, foreldrar og aðrir, allir leggjast á eitt. Ég hygg, að þar fari vaxandi samstarfs vilji. Miklu fleiri ungir áhugamenn vilja nú gjörast hér prestar en nokkm sinni fyrr á síðari öldum. Og í kennarastétt em úrvals menn, sem vilja eingöngu helga krafta sína kennslu í kristnum fræðum og verður mikið ágengt. Og stuðningi foreldra má að einhverju leyti þakka það, er aðsókn barna eykst að sunnudagaskólum og barnaguðsþjónustum. En Guð fyrirgefi þeim, sem vilja vinna gegn þessari hreyf- ingu og fækka starfsmönnum. Þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Ljós sannleikans verður að fá að skína hér inn í hvert hjarta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.