Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 11

Kirkjuritið - 01.01.1952, Page 11
SKÍN LJÓS YFIR LANDI 9 trúin á fagnaðarerindið og eilíft gildi hverrar mannssál- ar og skyldleik hennar við Guð. Kenningamoldviðri um gerspillingu manna og algeran vanmátt til alls góðs hefir orðið til þess að skyggja á heiðan og djarfan fagnaðar- boðskapinn, m. a. orð eins og þessi: „Þér elskaðir, nú erum vér Guðs böm, og það er enn þá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, þá munum vér verða honum líkir, því að vér munum sjá hann, eins og hann er. Og hver, sem hefir þessa von til hans, hreinsar sjálfan sig, eins og hann er hreinn.“ Sá maður er enginn fæddur, að hann sé ekki Guðs bam, og ekki er til í mannheimi svo óhreinn né harður steinn, að meistarinn mikli geti þar ekki leitt fram fagran, skínandi engil. Einmitt nú, þegar mest á reynir, má kristin kirkja sízt bregðast. Eigi hún að sigra með þjóðunum og gefa frið á jörð, verður það aðeins í trú á hið góða í mönn- unum fyrir náð skapara þeirra og föður, eins og fagnaðar- erindi Krists kennir. Það verður að boða hverju mannsbami á Islandi. Því að fagnaðarerindið er ekki eins og eitthvert skrautker, er flyzt sem dauður arfur frá einni kynslóð til annarar. Það er líf, sem verður að nema land með hverri nýrri kynslóð. Boðendur þess þurfa því að vera sem flestir, prestar, kennarar, foreldrar og aðrir, allir leggjast á eitt. Ég hygg, að þar fari vaxandi samstarfs vilji. Miklu fleiri ungir áhugamenn vilja nú gjörast hér prestar en nokkm sinni fyrr á síðari öldum. Og í kennarastétt em úrvals menn, sem vilja eingöngu helga krafta sína kennslu í kristnum fræðum og verður mikið ágengt. Og stuðningi foreldra má að einhverju leyti þakka það, er aðsókn barna eykst að sunnudagaskólum og barnaguðsþjónustum. En Guð fyrirgefi þeim, sem vilja vinna gegn þessari hreyf- ingu og fækka starfsmönnum. Þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Ljós sannleikans verður að fá að skína hér inn í hvert hjarta.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.