Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 61

Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 61
JÁTNINGARRIT ÍSL. KIRKJUNNAR 59 Það er á allan hátt eðlilegt að hugsa sér, að forstöðu- menn kirkjunnar hafi til þess meiri þekkingu og glögg- skyggni að skera úr um, hvaða kenning sé frambærilegur kristindómur, heldur en löggjafar, sem hugsanlegt er að sumir hverjir trúi fáu af játningarritunum, né hafi mik- ið um þau hugsað. Þar sem því ríkið kostar háskóla, þar sem prestaefni landsins eiga að fá upplýsingar um það frá hinum hæfustu mönnum, hvemig skilja beri þessi rit, þá virðist það vera viturlegra af löggjafanum að hlíta forsjá þessara lærðu manna og annarra yfirmanna kirkj- unnar um það, hverjir séú embættishæfir, og treysta því, að með því móti fáist sá skilningur, sem framast má vænta á hverjum tíma. Og þetta er yfirleitt gert í öðrum fræðigreinum. Allir sjá t.d., hvílík fjarstæða það væri, ef löggjafarvaldið ætl- aði að fara að binda læknaefni við kenningar Hippokrat- esar eða Galenusar, eða skipa náttúrufræðingum að kenna í skólum landsins rit Jóns lærða: Um Islands aðskiljan- legar náttúrur. Höfundurinn virðist hafa þá undarlegu hugmynd, að guðfræðin hljóti að vera þeim mun betri, °g því rikari ástæða til að fylgja henni, sem hún sé eldri (bls. 87). Ekki mundi honum þó detta í hug að vilja láta lögleiða hér Grágás eða Jónsbók að nýju og láta þar við sitja um réttarhugmyndir íslendinga. Skilningur fomra guðfræðinga takmarkaðist, jafnt og skilningur annarra fræðimanna, bæði af fáfræði þeirra °g stundum gersamlegum gagnrýnis-skorti, auk þess sem þeir höfðu lítinn sögulegan eða sálfræðilegan skilning á trúarbrögðum. Heimsmynd þessara manna var allt önnur en sú, sem vér höfum, og hugmyndir um alla skapaða hluti milli himins og jarðar aðrar. Varla kom svo fárán- leg eða fjarstæð helgisaga á flot, að henni væri ekki trú- að eins og nýju neti. Vitanlega eiga hér ekki allir óskipt mál. Til voru óvenju gáfaðir menn í kirkjunni. En enginn hlutur er þó eðlilegri og óhjákvæmilegri en að sjónarmið- in breytist í þessum efnum sem í öðrum, og ef nokkrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.