Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 21

Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 21
SÉRA STEFÁN B. KRISTINSSON 19 út fyrir eigið prestakall. Heildarinnar vegna má ef til vill harma það, að hann tók ekki annað embætti, þar sem gáfur hans og lærdómur nýttust betur. En það vel þyk- ist ég til hans þekkja, að ég efast um, að hann sjálfur hefði hlotið meiri lífshamingju og lífsfyllingu í öðru starfi og annars staðar. Hann sóttist ekki eftir vegsemd og heiðri. En hann þráði lífshamingju og lífsgleði og hana hlaut hann í þvi starfi og á þeim stað, þar sem hann starfaði. Aðrir helgidómar þjóðarinnar voru honum ekki kærari en litlu kirkjurnar sex, er hann þjónaði. Hann talaði oft um það, að hann gæti ekld hugsað sér skemmtilegra eða betra prestakall en Vallaprestakall, — og það var ekki aðeins vegna þess, að þar voru bernsku- og æskustöðvar hans, heldur vegna þess, að þar er mikil fjölbreytni í at- vinnuháttum, mikil náttúrufegurð og margt af mannvæn- legu atorku- og dugnaðarfólki, — fólki, sem vinnur hörð- um höndum, að ýmsu leyti við óblíð náttúruskilyrði og erfiðleika, og hefir mótazt af því til geðs og gerðar. Allt tildur og prjál var honum mjög ógeðfellt, en heilbrigt hispursleysi, dugnaður, atorka og mannræna mjög hug- leikin. Ekki er það þó svo, að hvergi sé slíkt að finna á íslandi annars staðar en í Vallaprestakalli. En ýmsa þá skapgerðar eiginleika, sem honum voru geðþekkastir, fann hann strax hjá sóknarbörnum sínum, og honum þótti óvíst, að betur myndi þeir finnast annars staðar. Hann festi hér strax yndi. Honum var vel tekið og fagnað, og hann fann, að hér voru möguleikar til þess að geta orðið að liði. Hann var sjálfrýninn, og það um of, og verður síðar að því vikið. Ég hygg, að sjálfrýni hans hafi átt nokkurn þátt í því, að hann skipti aldrei um starfssvið og sótti aldrei burt frá Völlum. Hann fann, að þar var hann að ýmsu leyti ókrýndur konungur, og hann vildi heldur vera kon- ingur í sínu ríki, en hverfa að miklu leyti inn í iðandi mannfjölda stærri staða. Mér virtist hann á vissan hátt óttast fjölmenni stærri staðanna. Óttast, að hann mundi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.