Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 26
24
KIRKJURITIÐ
Auk sinna eigin bama fóstruðu prófastshjónin allmörg
börn um lengri og skemmri tíma.
Heimilisins á Völlum verður lengi minnzt, sökum hollra
menningarstrauma, er þaðan stöfuðu, og heilbrigðrar glað-
værðar og rausnar. Það var öllum ljóst, að þar bjuggu
höfðingjar í þess orðs fullkomnustu og beztu merkingu.
Orð mín vil ég svo enda með því að votta hinum látna
fyrirrennara mínum í embættinu þakklæti og djúpstæða
virðingu fyrir ástúð og elsku, fyrir bróðurlega umönnun
og fyrir það sálufélag, er við áttum saman, unz leiðir skildi.
Hinn trúi og dyggi þjónn hefir verð kallaður heim til þess
Guðs, er gaf hann. Eftir er oss öllum, er þekktum hann,
skilin hugstæð og hugþekk minning. Þá minningu þökk-
um vér öTl.
Stefán Sncevarr.
Biblíufrímerki
var gefið út í Brazilíu 9. des. s.l. til þess að minnast allsherj-
ar biblíudagsins þar í landi. Er frímerki þetta svipað og félags-
merki brazilíanska biblíufélagsins, sem upp var tekið 1948, er
félagið gerðist þátttakandi í allsherjar samtökum biblíufélaga.
„Evangelical Christian"
heitir mánaðarrit, sem gefið er út í Toronto í Canada af lú-
thersku kirkjunni þar. Rit þetta er f jölbreytt að efni og vand-
að að frágangi. Ó. J. Þ.
Leiðréttingar.
í jólabréfi séra Jónmundar, í síðasta hefti bls. 268, 11. línu
að neðan, á að standa: löngun. í sama hefti hefir orðið línu-
brengl í minningargrein séra Jóns Auðuns dómprófasts um
séra R. Magnús Jónsson, neðarlega á bls. 304. Eiga málsgrein-
amar að vera svo:
Þó var menntim hans einkum fagurfræðileg. Fagrar bók-
menntir las hann mikið á ýmsum tungumálum og þýddi margt,
bæði af frönsku og öðrum málum. Um fræðimennsku hirti
hann minna.