Kirkjuritið - 01.01.1952, Qupperneq 8

Kirkjuritið - 01.01.1952, Qupperneq 8
6 KIRKJURITIÐ Fyrir mörgum árum sá ég fagra og einkennilega sjón. Það var um hásumar. Inni í lítilli holu í kletti norðan í móti óx bláklukka, ein af yndislegustu blómjurtunum á jörðunni. Ég kraup fyrir framan hana og tók að hug- leiða sögu hennar. Vindurinn hafði feykt upp þangað blá- klukkufræi og það staðnæmzt þar og að lokum fest ræt- ur í moldarkornunum, sem fyrir voru. Smám saman hafði nálin hækkað og orðið að legg og blöðum og síðast ofið úr litum sólarljóssins sína bláu krónu, sem drúpti fagur- lega og vaggaðist hægt í andvaranum. Og þá skildi ég undrið — lofsönginn um sólarljósið á hennar þagnarmáli: Þótt hún yxi við svo kröpp kjör mót norðri, þá gátu sól- argeislar litið inn til hennar fyrst og síðast hvern dag, síð- ast og fyrst, svo að hún gat unnið sína voð. Ég sé hana enn og les að baki sögu hennar sögu minnar eigin þjóðar, fátækrar, smárrar norður við yztu höf. Og enn ómar þjóðsöngurinn í eyrum, nýársbænin til Ijóss heimsins: Ó, vert þú hvem morgun vort ljúfasta líf, vor leiðtogi í daganna þraut. Og á kvöldin vor himneska hvíld og vor hlíf, vor hertogi á þjóðlífsins braut. Ljós sannleikans hefir lýst kynslóðum feðra vorra og mæðra um liðnar aldir. Aldrei hafa vetrarbyljimir orðið svo svartir, næturmyrkrin svo dimm, að geislar þess hafi ekki sundrað þeim, aldrei svo þungar nauðir, að þjóðin hafi ekki staðizt fyrir blessun þess, aldrei svo kröpp kjör eða hörð lífsbaráttan, að það hafi ekki að lokum búið henni sigurlaunin. Þessi dýra reynsla er vor helgasti arfur. Það er hann, sem vér eigum það að þakka, að þjóð vor lifir sem frjáls menningarþjóð og kynslóð vor að ýmsu leyti við betri vaxtar og þroskaskilyrði en allar áður á undan. Sann- indi kristindómsins hafa þolað hér eldraun sína. Og það em þau ein, sem fá bjargað þjóðinni nú, er ríki og álfur virðast riða til á heljarþremi — svo framarlega sem oss
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.