Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.01.1952, Blaðsíða 30
28 KIRKJURITIÐ Reynsla mín við organleikarastarf í því nær 40 ár hef- ir fært mér heim sanninn um, að almennur safnaðar- söngur er því nær óþekkt fyrirbrigði. Hitt er tíðast, að aðeins örfáir kirkjugesta hafa sálmabók í hendi og reyna að halda uppi söngnum og auðvitað við misjafna getu. Meginhluti safnaðarins situr auðum höndum og hefst ekki að. Sýnast þá sumir fátt leggja til messugerðarinnar ann- að en daufan og syfjulegan svip. Þetta algera þátttöku- leysi safnaðarins í messugerðinni virðist mér lítt fallið til að gera hana að því áhrifavaldi, sem ætlazt er til. Til samanburðar er vert að geta þess, að í öll þessi ár hefi ég aðeins í tvö skipti heyrt almennan safnaðarsöng í kirkjum. I bæði skiptin voru kirkjurnar þéttskipaðar fólki, og virtist hver einasti kirkjugestur syngja. Er skemmst frá því að segja, að við hátíðlegri messur hefi ég aldrei verið. Var eins og allir yrðu að einni sál í söngn- um. Þessi getur verið töframáttui' söngsins. Kirkjugesturinn má ekki eingöngu vera hlustandi hverju sinni, heldur miklu fremur þátttaJcandi. Þegar allir sameinast í söng, dregur það úr kröfum um sérstaka sönghæfni eða listsöng. Allir eru þá að starfi, og gagnrýni einstakra hlustenda leggst þá til hliðar. Al- mennan safnaðarsöng á auðvitað að æfa, fegra og prýða. Hversu góðir og fullkomnir sem kirkjukórar kunna að vera, mega þeir hvergi taka safnaðarsönginn með öllu í sínar hendur, nema við sérstök tækifæri. Söfnuðirnir mega aldrei skoða sönginn sem sérmál kórsins. Við venjulega messugerð getur kórinn verið eins konar forsöngvari. Ef kirkjukór er skoðaður sem sérstakur leyfishafi í söngnum, á hann ekki rétt á sér. Þeir, sem fagrar raddir hafa, mega vel blanda geði við allan almenning í messugerðinni og nota raddgæðin til að fegra söngblæinn og styrkja þá, sem minna geta af mörkum látið. ViS guðsþjónustur á söngurinn að vera eign hvers einasta manns. Ég minnist ekki, að aðrir hafi ritað og rætt um mikil- vægi almenns safnaðarsöngs en séra Halldór Jónsson, fyrr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.