Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 33

Kirkjuritið - 01.01.1952, Síða 33
ÞJÓÐFÉLAGSVANDAMÁLIN OG KIRKJAN 31 mennsku, heimspeki, íþróttir og listir. Líkamlegt erfiði var þeim hins vegar talið ósamboðið. Þrælar voru því óhjá- kvæmilegir til að gegna öllu líkamlegu erfiði og leysa dag- leg nauðsynjastörf af höndum. Meðferð þræla var oft ómannúðleg. Segja má, að kristn- in hafi leyst þetta vandamál að nokkru leyti og á rót- tækan hátt, þar sem fyrstu kristnu söfnuðirnir saman- stóðu að meira eða minna leyti af þrælum. 1 söfnuðunum nutu þeir virðingar á við frjálsa menn, og litið var á þá sem jafningja. 1 stuttu máli sagt varð öll meðferð þræla smátt og smátt mannúðlegri eftir því, sem áhrif kristin- dómsins jukust og náðu að breyta lífsskoðun manna og hugarfari. — Ég bendi aðeins stuttlega á þetta eina dæmi úr sögu fortíðarinnar, en auðvitað má segja, að hver öld og hver kynslóð hafi átt við sín ákveðnu þjóðfélagsvandamál að etja, og mörg voru þau mjög alvarleg og erfið viðfangs. En það hygg ég mála sannast, að kirkjan hafi að jafnaði látið vandamál þjóðfélaganna til sín taka. Hún hefir lagt fram sinn hlut að því að leiðrétta ranglætið í veröldinni og gera einstaklingana andlega frjálsa menn, þrátt fyrir mörg misstigin spor valdamanna kirkjunnar á ýmsum tím- um. Sagan geymir sannleikann. Sú saga skiptir oss miklu máli og er lærdómsrík, en meira máli skipta oss þó vanda- mál nútímans, sem vér lifum og hrærumst í. Ætti ég að telja upp vandamál þessarar þjóðar nú, vissi ég varla, hvar byrja skyldi né hvar enda. Og þó ber oss siðferðileg skylda til að gera oss grein fyrir þeim öllum, því að alls staðar eigum vér hlut að máli, beint eða óbeint. Áfengisvandamálið þekkja allir að nokkru, en af því stafar þjóðinni ógnþrungin hætta í nútíð og framtíð. ís- lendingar hafa neytt áfengra drykkja síðan landið byggð- ist, en drykkjuskapur kvenna og unglinga er tiltölulega nÝtt fyrirbrigði hér, og við það verður málið enn alvar- legra. Það er sorglegra en orð fá túlkað að sjá heilbrigð- an æskumann, sem framtíðin og hamingjan brosir við,

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.